Íslenski boltinn

Valur framlengir ekki samning Kristins Inga

Runólfur Trausti Þórhallson skrifar
Kristinn Ingi í leik með Val á Hlíðarenda.
Kristinn Ingi í leik með Val á Hlíðarenda. Vísir/Bára

Kristinn Ingi Halldórsson verður ekki áfram í herbúðum Vals. Þetta staðfesti Heimir Guðjónsson, þjálfari liðsins, fyrr í dag í samtali við Fótbolta.net.

Kristinn Ingi varð samningslaus eftir að síðasta tímabili lauk og ákvað Valur að endursemja ekki við leikmanninn. Kristinn Ingi varð tvívegis Íslandsmeistari með Val á sínum fimm árum á Hlíðarenda ásamt því að verða bikarmeistari í tvígang.

Þessi þrítugi sóknarþenkjandi leikmaður hefur leikið með Hamri og Fram ásamt Val á ferlinum. Hann hefur leikið 175 leiki í efstu deild og skorað í þeim 33 mörk. Þá skorað þrjú mörk í 20 bikarleikjum og eitt mark í átta Evrópuleikjum fyrir Val.

Kristinn Ingi lék á sínum tíma með U17 og U19 ára landsliðum Íslands.

Lítil hreyfing hefur verið á íslenska markaðnum síðan síðasta tímabil kláraðist en reikna má með því að hin ýmsu félög hafi áhuga á hinum fjölhæfa og sigursæla Kristni Inga. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.