Ormarnir í maga Kristínar bárust líklega með grænmeti Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. janúar 2020 13:47 Kristín Sigurjónsdóttir ritstjóri Trölla.is lýsir veikindum sínum af völdum ormasýkingar. Til hægri er mynd úr safni af einstaklingi með sambærilega sýkingu og Kristín fékk. Samsett/Gunnar Smári Helgason/getty Kristín Sigurjónsdóttir ritstjóri Trölla.is greindist með ormasýkingu í fríi á Kanaríeyjum síðla árs í fyrra. Ormar sem fundust í þörmum hennar gerðu hana mjög veika en hún kveðst líklega hafa smitast af þeim með neyslu á grænmeti sem vaxið hefur í sýktum jarðvegi. Kristín greindi fyrst frá málinu á Trölla.is í pistli undir heitinu „Með orma inni í mér“ en fór einnig ítarlega yfir málavexti í viðtali í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hún frá því að hún og maður hennar hefðu dvalið á Kanaríeyjum í þrjá mánuði síðla árs 2019. Kristín varð lasin úti á Kanarí, fékk mikla magaverki og varð þreklaus. „Ég var stanslaust með óþægindi í maga og niðurgang. Og þessi ótrúlega grjóttilfinning í maganum og verkir. Svo var ég alltaf svöng, mér fannst ég alltaf þurfa að vera að borða en ég var samt ekkert að þyngjast eða neitt svoleiðis.“ Við fyrstu innlögn á sjúkrahús vegna veikindanna fannst ekkert og Kristín var send heim. „Svo tveimur vikum síðar veikist ég heiftarlega um nótt þar sem ég fæ kuldaskjálfta og það kreppast á mér hendur, þetta var bara ógeðslegt. Ég var farin að fá blóðnasir og blóðbragð í munninn og bara ekkert þrek,“ sagði Kristín. „Svo er það þarna þennan morgun að ég verð vör við þessa „fínerís“-orma sem koma frá mér.“ Kristín á sjúkrahúsi vegna ormanna.Aðsend Kristín var þá aftur lögð inn á sjúkrahús og lá þar í þrjá daga. Hún var nær strax greind með ormasýkingu, helminthiasis, þ.e. sníkjuorma sem geta tekið sér bólfestu í og á líkama fólks og valdið veikindum. Tegundir slíkra orma eru til að mynda bandormar, þráðormar og ögður, að því er fram kemur á Wikipedia-grein um sýkinguna. Talið er að Kristín hafi smitast af ormunum með neyslu á grænmeti úr sýktum jarðvegi. Þá sagði hún ómögulegt að segja til um það hvar hún hefði sýkst: á Kanaríeyjum, heima á Íslandi eða jafnvel árlegri „detox“-ferð til Póllands. „Og þeir sögðu mér jafnframt, doktor Alfonso, hann sagði mér frá því að þessi ormategund kemur úr sýktum jarðvegi. Eggin berast í grænmeti og ávexti sem eru ræktuð í þessum sýkta jarðvegi og er töluvert algengt þarna. Og til þess að sýkjast þá þarf ég að borða þetta grænmeti og það benti ýmislegt til þess að ég væri búin að vera svolítið lengi með þetta,“ sagði Kristín. „En þetta er alltaf að verða algengara og algengara. Þess vegna ákvað ég að opna mig um þetta því það er algjört tabú að lenda í svona og ég hef verið að fá skilaboð frá fullt af fólki sem hefur lent í þessu en aldrei þorað að nefna þetta.“ Meðferðin við ormunum var lyfjakúr, sem Kristín sagði að hefði átt að vera nóg. Hún fékk þó einkenni sýkingarinnar aftur, fékk aukaskammt af lyfjum og hefur nú náð sér að fullu. „Það voru tekin sýni og ég fékk þær gleðifréttir á Þorláksmessu að ég væri algjörlega laus við þetta.“ Viðtalið við Kristínu í Bítinu má hlusta á í spilaranum hér að neðan. Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Spánn Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Kristín Sigurjónsdóttir ritstjóri Trölla.is greindist með ormasýkingu í fríi á Kanaríeyjum síðla árs í fyrra. Ormar sem fundust í þörmum hennar gerðu hana mjög veika en hún kveðst líklega hafa smitast af þeim með neyslu á grænmeti sem vaxið hefur í sýktum jarðvegi. Kristín greindi fyrst frá málinu á Trölla.is í pistli undir heitinu „Með orma inni í mér“ en fór einnig ítarlega yfir málavexti í viðtali í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hún frá því að hún og maður hennar hefðu dvalið á Kanaríeyjum í þrjá mánuði síðla árs 2019. Kristín varð lasin úti á Kanarí, fékk mikla magaverki og varð þreklaus. „Ég var stanslaust með óþægindi í maga og niðurgang. Og þessi ótrúlega grjóttilfinning í maganum og verkir. Svo var ég alltaf svöng, mér fannst ég alltaf þurfa að vera að borða en ég var samt ekkert að þyngjast eða neitt svoleiðis.“ Við fyrstu innlögn á sjúkrahús vegna veikindanna fannst ekkert og Kristín var send heim. „Svo tveimur vikum síðar veikist ég heiftarlega um nótt þar sem ég fæ kuldaskjálfta og það kreppast á mér hendur, þetta var bara ógeðslegt. Ég var farin að fá blóðnasir og blóðbragð í munninn og bara ekkert þrek,“ sagði Kristín. „Svo er það þarna þennan morgun að ég verð vör við þessa „fínerís“-orma sem koma frá mér.“ Kristín á sjúkrahúsi vegna ormanna.Aðsend Kristín var þá aftur lögð inn á sjúkrahús og lá þar í þrjá daga. Hún var nær strax greind með ormasýkingu, helminthiasis, þ.e. sníkjuorma sem geta tekið sér bólfestu í og á líkama fólks og valdið veikindum. Tegundir slíkra orma eru til að mynda bandormar, þráðormar og ögður, að því er fram kemur á Wikipedia-grein um sýkinguna. Talið er að Kristín hafi smitast af ormunum með neyslu á grænmeti úr sýktum jarðvegi. Þá sagði hún ómögulegt að segja til um það hvar hún hefði sýkst: á Kanaríeyjum, heima á Íslandi eða jafnvel árlegri „detox“-ferð til Póllands. „Og þeir sögðu mér jafnframt, doktor Alfonso, hann sagði mér frá því að þessi ormategund kemur úr sýktum jarðvegi. Eggin berast í grænmeti og ávexti sem eru ræktuð í þessum sýkta jarðvegi og er töluvert algengt þarna. Og til þess að sýkjast þá þarf ég að borða þetta grænmeti og það benti ýmislegt til þess að ég væri búin að vera svolítið lengi með þetta,“ sagði Kristín. „En þetta er alltaf að verða algengara og algengara. Þess vegna ákvað ég að opna mig um þetta því það er algjört tabú að lenda í svona og ég hef verið að fá skilaboð frá fullt af fólki sem hefur lent í þessu en aldrei þorað að nefna þetta.“ Meðferðin við ormunum var lyfjakúr, sem Kristín sagði að hefði átt að vera nóg. Hún fékk þó einkenni sýkingarinnar aftur, fékk aukaskammt af lyfjum og hefur nú náð sér að fullu. „Það voru tekin sýni og ég fékk þær gleðifréttir á Þorláksmessu að ég væri algjörlega laus við þetta.“ Viðtalið við Kristínu í Bítinu má hlusta á í spilaranum hér að neðan.
Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Spánn Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira