Þriðjungur fanga í Kanada frumbyggjar Kjartan Kjartansson skrifar 22. janúar 2020 23:20 Frumbyggjastúlkur syngja fyrir íshokkíleik í Manitoba í Kanada. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Getty Endurskoðandi fangelsismála í Kanada segir þá staðreynd að hátt í þriðji hver fangi í landinu sé frumbyggi þrátt fyrir að aðeins 5% landsmanna séu frumbyggjar sé „skrípaleikur“. Óvenjuhátt hlutfall frumbyggja innan fangelsa landsins rekur hann til fátæktar og fordóma lögreglu. Í nýrri og harðorðri skýrslu endurskoðandans kemur fram að hlutföllin séu skökkust í Manitoba, Saskatchewan og Alberta þar sem 54% fanga eru frumbyggjar. Lægst var hlutfallið í Quebec (15%) en þar var það engu að síður mun hærra en hlutfall frumbyggja af íbúum, að sögn The Guardian. Til viðbótar eru frumbyggjar líklegri en aðrir til að vera sendir í hámarksöryggisfangelsi og að verða fyrir skaða innan fangelsisveggjanna, bæði af eigin og annarra völdum. Þeir eru jafnframt líklegri en aðrir fangar til að sæta einangrunarvist. Frumbyggjakonur standa enn hallari fæti. Um 42% allra kvenfanga í Kanada eru frumbyggjar. Hlutfall frumbyggja í fangelsum Kanada hefur farið hækkandi. Þannig hefur frumbyggjum í fangelsi fjölgað um 44% frá 2010 á meðan öðrum Kanadabúum hefur fækkað um 13,7% á sama tíma. Ivan Zinger, endurskoðandi fangelsismála, segir í skýrslu sinni að brýnna aðgerða sé þörf til að leysa það sem hann kallar þrálátasta og mikilvægasta mannréttindamálið í Kanada. Kanada Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira
Endurskoðandi fangelsismála í Kanada segir þá staðreynd að hátt í þriðji hver fangi í landinu sé frumbyggi þrátt fyrir að aðeins 5% landsmanna séu frumbyggjar sé „skrípaleikur“. Óvenjuhátt hlutfall frumbyggja innan fangelsa landsins rekur hann til fátæktar og fordóma lögreglu. Í nýrri og harðorðri skýrslu endurskoðandans kemur fram að hlutföllin séu skökkust í Manitoba, Saskatchewan og Alberta þar sem 54% fanga eru frumbyggjar. Lægst var hlutfallið í Quebec (15%) en þar var það engu að síður mun hærra en hlutfall frumbyggja af íbúum, að sögn The Guardian. Til viðbótar eru frumbyggjar líklegri en aðrir til að vera sendir í hámarksöryggisfangelsi og að verða fyrir skaða innan fangelsisveggjanna, bæði af eigin og annarra völdum. Þeir eru jafnframt líklegri en aðrir fangar til að sæta einangrunarvist. Frumbyggjakonur standa enn hallari fæti. Um 42% allra kvenfanga í Kanada eru frumbyggjar. Hlutfall frumbyggja í fangelsum Kanada hefur farið hækkandi. Þannig hefur frumbyggjum í fangelsi fjölgað um 44% frá 2010 á meðan öðrum Kanadabúum hefur fækkað um 13,7% á sama tíma. Ivan Zinger, endurskoðandi fangelsismála, segir í skýrslu sinni að brýnna aðgerða sé þörf til að leysa það sem hann kallar þrálátasta og mikilvægasta mannréttindamálið í Kanada.
Kanada Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira