Erlent

Tvö börn létust í rútu­slysi í Þýska­landi

Atli Ísleifsson skrifar
Rútubílstjórinn missti stjórn á rútunni þannig að hún fór út af veginum og valt.
Rútubílstjórinn missti stjórn á rútunni þannig að hún fór út af veginum og valt. AP

Tvö börn hið minnsta eru látin og um tuttugu slösuðust eftir að skólarúta fór út af veginum nærri bænum Berka í Þýringalandi í Þýskalandi, ekki langt frá Eisenach, í morgun.

Slysið verð í morgunumferðinni, klukkan 7:30 að staðartíma þar sem verið var að sækja börn á leið í skólann.

Í þýskum fjölmiðlum segir að það hafi bæði verið mikil hálka á veginum og þoka. Missti rútubílstjórinn stjórn á rútunni þannig að hún fór út af veginum og valt.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.