Erlent

Grípi til nauð­syn­legra að­gerða til að koma í veg fyrir þjóðar­morð á Ró­hingjum

Atli Ísleifsson skrifar
Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, hlaut Friðarverðlaun Nóbels árið 1991 fyrir mannréttindabaráttu sína í landinu.
Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, hlaut Friðarverðlaun Nóbels árið 1991 fyrir mannréttindabaráttu sína í landinu. Getty

Alþjóðadómstóllinn í Haag hefur fyrirskipað að yfirvöld í Mjanmar ráðist í allar nauðsynlegar aðgerðir til að koma í veg fyrir þjóðarmorð á Róhingjum, minnihlutahópi múslima, í landinu.

Aung San Suu Kyi, leiðtogi landsins, hafnaði í síðasta mánuði ásökunum gegn stjórnvöldum í landinu fyrir dómstólnum.

Þúsundir Róhingja hafa látið lífið og rúmlega 700 þúsund flúið til nágrannaríkisins Bangladess frá því að aðgerðir mjanmarka hersins gegn byggðum Róhingja hófust árið 2017.

Dómstóllinn krefur mjanmörsk stjórnvöld um að skila skýrslu til dómstólsins eftir fjóra mánuði og síðan á sex mánaða fresti þar sem farið verði yfir stöðu og þróun mála. Komið skuli í veg fyrir dráp á Róhingjum og allt ofbeldi í garð þeirra.

Tilmælin eru bindandi og ekki er hægt að áfrýja ákvörðuninni, en dómstóllinn hefur hins vegar engar leiðir til að framfylgja henni.

Mjanmörk stjórnvöld hafa rökstutt aðgerðir hersins gegn byggðum Róhingja að verið sé að bregðast við skæruliðahernaði þeirra.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.