Enski boltinn

Uglurnar fyrstar í fimmtu umferðina

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sam Winnall fagnar marki sínu gegn QPR.
Sam Winnall fagnar marki sínu gegn QPR. vísir/getty

Fjórða umferð ensku bikarkeppninnar hófst í kvöld með tveimur leikjum.

Sheffield Wednesday gerði góða ferð til Lundúna og vann 1-2 sigur á QPR á Loftus Road.

Morgan Fox kom Uglunum yfir á 43. mínútu og þegar mínúta var komin fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Sam Winnall annað mark liðsins.

Nakhi Wells minnkaði muninn í 1-2 á 93. mínútu en nær komust heimamenn ekki. Sheffield Wednesday varð því fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í 5. umferð ensku bikarkeppninnar.

Derby County gerði markalaust jafntefli við D-deildarlið Northampton Town á útivelli. Liðin þurfa því að mætast aftur á Pride Park, heimavelli Derby.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.