Búið að opna fyrir umferð um Hellisheiði á ný Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. janúar 2020 14:16 Veður var mjög slæmt á vettvangi við afleggjarann að Hellisheiðarvirkjun. Vísir/baldur Búið er að opna fyrir umferð um Hellisheiði á ný eftir að veginum var lokað þegar tvær rútur lentu út af á níunda tímanum í morgun. Veður var mjög slæmt á vettvangi, líkt og víðar á landinu í dag. Í tilkynningu frá Vegagerðinni frá því um rétt fyrir klukkan eitt kemur fram að Hellisheiði hafi aftur verið opnuð. Vegfarendum hafði verið bent um að fara hjáleið um Þrengsli á meðan viðbragðsaðilar athöfnuðu sig á vettvangi. Alls voru 38 ferðamenn í rútunum tveimur. Engan sakaði í óhappinu, hvers tildrög hafa enn ekki verið staðfest. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Selfossi sagði þó í samtali við fréttastofu í morgun að veðurfar hafi „örugglega spilað þarna inn í“. Hvasst var á vettvangi og mikið kóf, að sögn Odds. Færð er víða slæm annars staðar á landinu. Á Vesturlandi er vetrarfærð en víðast hvasst og búist við að skyggni versni töluvert á Holtavörðuheiði þegar líða tekur á daginn. Á Vestfjörðum hefur veginum um Þröskulda verið lokað vegna veðurs og verður það líklega til morguns. Bent er á hjáleið um Innstrandaveg. Vegurinn um Steingrímsfjarðarheiði er einnig lokaður. Þá er vegurinn um Klettsháls ófær. Á Norðurlandi hefur Siglufjarðarvegi um Almenninga verið lokað og stórhríð er á Mývatns- og Möðrudalsöræfum. Fyrir austan er ófært um Vatnsskarð. Þá er þæfingsfærð á Sólheimavegi og Þingvallavegi austan Þingvallavatns, auk þess sem töluvert hvasst er austan Hafnar. Veðurfræðingur Vegagerðarinnar bendir á að kuldaskil gangi yfir landið í dag frá suðri til norðurs, með snjókomu, skafrenningi og lélegu skyggni á fjallvegum. Þá verður einnig mjög hvasst, 19-23 m/s, á heiðum á norðvestanverðu landinu. Lægir og styttir upp í kvöld og nótt, fyrst syðst. Samgöngur Samgönguslys Veður Tengdar fréttir Hlúðu að ferðamönnunum í Hellisheiðarvirkjun Tvær rútur með 38 ferðamenn voru á austurleið þegar þær höfnuðu út af Suðurlandsvegi á Hellisheiði í morgun. 25. janúar 2020 11:18 Tvær rútur með á fjórða tug ferðamanna fuku út af veginum á Hellisheiði Ekki er talið að neinn sé alvarlega slasaður og viðbragð í samræmi við það. 25. janúar 2020 08:57 Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Fleiri fréttir Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Sjá meira
Búið er að opna fyrir umferð um Hellisheiði á ný eftir að veginum var lokað þegar tvær rútur lentu út af á níunda tímanum í morgun. Veður var mjög slæmt á vettvangi, líkt og víðar á landinu í dag. Í tilkynningu frá Vegagerðinni frá því um rétt fyrir klukkan eitt kemur fram að Hellisheiði hafi aftur verið opnuð. Vegfarendum hafði verið bent um að fara hjáleið um Þrengsli á meðan viðbragðsaðilar athöfnuðu sig á vettvangi. Alls voru 38 ferðamenn í rútunum tveimur. Engan sakaði í óhappinu, hvers tildrög hafa enn ekki verið staðfest. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Selfossi sagði þó í samtali við fréttastofu í morgun að veðurfar hafi „örugglega spilað þarna inn í“. Hvasst var á vettvangi og mikið kóf, að sögn Odds. Færð er víða slæm annars staðar á landinu. Á Vesturlandi er vetrarfærð en víðast hvasst og búist við að skyggni versni töluvert á Holtavörðuheiði þegar líða tekur á daginn. Á Vestfjörðum hefur veginum um Þröskulda verið lokað vegna veðurs og verður það líklega til morguns. Bent er á hjáleið um Innstrandaveg. Vegurinn um Steingrímsfjarðarheiði er einnig lokaður. Þá er vegurinn um Klettsháls ófær. Á Norðurlandi hefur Siglufjarðarvegi um Almenninga verið lokað og stórhríð er á Mývatns- og Möðrudalsöræfum. Fyrir austan er ófært um Vatnsskarð. Þá er þæfingsfærð á Sólheimavegi og Þingvallavegi austan Þingvallavatns, auk þess sem töluvert hvasst er austan Hafnar. Veðurfræðingur Vegagerðarinnar bendir á að kuldaskil gangi yfir landið í dag frá suðri til norðurs, með snjókomu, skafrenningi og lélegu skyggni á fjallvegum. Þá verður einnig mjög hvasst, 19-23 m/s, á heiðum á norðvestanverðu landinu. Lægir og styttir upp í kvöld og nótt, fyrst syðst.
Samgöngur Samgönguslys Veður Tengdar fréttir Hlúðu að ferðamönnunum í Hellisheiðarvirkjun Tvær rútur með 38 ferðamenn voru á austurleið þegar þær höfnuðu út af Suðurlandsvegi á Hellisheiði í morgun. 25. janúar 2020 11:18 Tvær rútur með á fjórða tug ferðamanna fuku út af veginum á Hellisheiði Ekki er talið að neinn sé alvarlega slasaður og viðbragð í samræmi við það. 25. janúar 2020 08:57 Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Fleiri fréttir Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Sjá meira
Hlúðu að ferðamönnunum í Hellisheiðarvirkjun Tvær rútur með 38 ferðamenn voru á austurleið þegar þær höfnuðu út af Suðurlandsvegi á Hellisheiði í morgun. 25. janúar 2020 11:18
Tvær rútur með á fjórða tug ferðamanna fuku út af veginum á Hellisheiði Ekki er talið að neinn sé alvarlega slasaður og viðbragð í samræmi við það. 25. janúar 2020 08:57