Búið að opna fyrir umferð um Hellisheiði á ný Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. janúar 2020 14:16 Veður var mjög slæmt á vettvangi við afleggjarann að Hellisheiðarvirkjun. Vísir/baldur Búið er að opna fyrir umferð um Hellisheiði á ný eftir að veginum var lokað þegar tvær rútur lentu út af á níunda tímanum í morgun. Veður var mjög slæmt á vettvangi, líkt og víðar á landinu í dag. Í tilkynningu frá Vegagerðinni frá því um rétt fyrir klukkan eitt kemur fram að Hellisheiði hafi aftur verið opnuð. Vegfarendum hafði verið bent um að fara hjáleið um Þrengsli á meðan viðbragðsaðilar athöfnuðu sig á vettvangi. Alls voru 38 ferðamenn í rútunum tveimur. Engan sakaði í óhappinu, hvers tildrög hafa enn ekki verið staðfest. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Selfossi sagði þó í samtali við fréttastofu í morgun að veðurfar hafi „örugglega spilað þarna inn í“. Hvasst var á vettvangi og mikið kóf, að sögn Odds. Færð er víða slæm annars staðar á landinu. Á Vesturlandi er vetrarfærð en víðast hvasst og búist við að skyggni versni töluvert á Holtavörðuheiði þegar líða tekur á daginn. Á Vestfjörðum hefur veginum um Þröskulda verið lokað vegna veðurs og verður það líklega til morguns. Bent er á hjáleið um Innstrandaveg. Vegurinn um Steingrímsfjarðarheiði er einnig lokaður. Þá er vegurinn um Klettsháls ófær. Á Norðurlandi hefur Siglufjarðarvegi um Almenninga verið lokað og stórhríð er á Mývatns- og Möðrudalsöræfum. Fyrir austan er ófært um Vatnsskarð. Þá er þæfingsfærð á Sólheimavegi og Þingvallavegi austan Þingvallavatns, auk þess sem töluvert hvasst er austan Hafnar. Veðurfræðingur Vegagerðarinnar bendir á að kuldaskil gangi yfir landið í dag frá suðri til norðurs, með snjókomu, skafrenningi og lélegu skyggni á fjallvegum. Þá verður einnig mjög hvasst, 19-23 m/s, á heiðum á norðvestanverðu landinu. Lægir og styttir upp í kvöld og nótt, fyrst syðst. Samgöngur Samgönguslys Veður Tengdar fréttir Hlúðu að ferðamönnunum í Hellisheiðarvirkjun Tvær rútur með 38 ferðamenn voru á austurleið þegar þær höfnuðu út af Suðurlandsvegi á Hellisheiði í morgun. 25. janúar 2020 11:18 Tvær rútur með á fjórða tug ferðamanna fuku út af veginum á Hellisheiði Ekki er talið að neinn sé alvarlega slasaður og viðbragð í samræmi við það. 25. janúar 2020 08:57 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira
Búið er að opna fyrir umferð um Hellisheiði á ný eftir að veginum var lokað þegar tvær rútur lentu út af á níunda tímanum í morgun. Veður var mjög slæmt á vettvangi, líkt og víðar á landinu í dag. Í tilkynningu frá Vegagerðinni frá því um rétt fyrir klukkan eitt kemur fram að Hellisheiði hafi aftur verið opnuð. Vegfarendum hafði verið bent um að fara hjáleið um Þrengsli á meðan viðbragðsaðilar athöfnuðu sig á vettvangi. Alls voru 38 ferðamenn í rútunum tveimur. Engan sakaði í óhappinu, hvers tildrög hafa enn ekki verið staðfest. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Selfossi sagði þó í samtali við fréttastofu í morgun að veðurfar hafi „örugglega spilað þarna inn í“. Hvasst var á vettvangi og mikið kóf, að sögn Odds. Færð er víða slæm annars staðar á landinu. Á Vesturlandi er vetrarfærð en víðast hvasst og búist við að skyggni versni töluvert á Holtavörðuheiði þegar líða tekur á daginn. Á Vestfjörðum hefur veginum um Þröskulda verið lokað vegna veðurs og verður það líklega til morguns. Bent er á hjáleið um Innstrandaveg. Vegurinn um Steingrímsfjarðarheiði er einnig lokaður. Þá er vegurinn um Klettsháls ófær. Á Norðurlandi hefur Siglufjarðarvegi um Almenninga verið lokað og stórhríð er á Mývatns- og Möðrudalsöræfum. Fyrir austan er ófært um Vatnsskarð. Þá er þæfingsfærð á Sólheimavegi og Þingvallavegi austan Þingvallavatns, auk þess sem töluvert hvasst er austan Hafnar. Veðurfræðingur Vegagerðarinnar bendir á að kuldaskil gangi yfir landið í dag frá suðri til norðurs, með snjókomu, skafrenningi og lélegu skyggni á fjallvegum. Þá verður einnig mjög hvasst, 19-23 m/s, á heiðum á norðvestanverðu landinu. Lægir og styttir upp í kvöld og nótt, fyrst syðst.
Samgöngur Samgönguslys Veður Tengdar fréttir Hlúðu að ferðamönnunum í Hellisheiðarvirkjun Tvær rútur með 38 ferðamenn voru á austurleið þegar þær höfnuðu út af Suðurlandsvegi á Hellisheiði í morgun. 25. janúar 2020 11:18 Tvær rútur með á fjórða tug ferðamanna fuku út af veginum á Hellisheiði Ekki er talið að neinn sé alvarlega slasaður og viðbragð í samræmi við það. 25. janúar 2020 08:57 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira
Hlúðu að ferðamönnunum í Hellisheiðarvirkjun Tvær rútur með 38 ferðamenn voru á austurleið þegar þær höfnuðu út af Suðurlandsvegi á Hellisheiði í morgun. 25. janúar 2020 11:18
Tvær rútur með á fjórða tug ferðamanna fuku út af veginum á Hellisheiði Ekki er talið að neinn sé alvarlega slasaður og viðbragð í samræmi við það. 25. janúar 2020 08:57