Innlent

Tvær rútur með á fjórða tug ferða­manna fuku út af veginum á Hellis­heiði

Jóhann K. Jóhannsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa
Frá vettvangi á Suðurlandsvegi í morgun.
Frá vettvangi á Suðurlandsvegi í morgun. Vísir/Baldur

Tvær rútur fuku út af Suðurlandsvegi á Hellisheiði við Hveradali á níunda tímanum í morgun, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Tæplega fjörutíu erlendir ferðamenn eru í rútunum tveimur en ekki er talið að neinn sé alvarlega slasaður og viðbragð í samræmi við það. Hellisheiði hefur verið lokað tímabundið á meðan viðbragðsaðilar athafna sig á slysstað.

Sjúkrabílar og tækjabíll frá höfuðborgarsvæðinu voru komnir á vettvang á tíunda tímanum, auk þess sem sjúkrabílar frá Selfossi hafa verið sendir á slysstað. Sautján voru í annarri rútunni og tuttugu í hinni. Önnur rútan fór á hliðina þegar hún hafnaði utan vegar en hin er á hjólunum.

Fólkið verður nú ferjað niður að Hellisheiðarvirkjun þar sem staðan verður tekin og fólkið skoðað. Þá hefur aðgerðastjórn verið virkjuð á Selfossi vegna slyssins.

Fréttin var uppfærð klukkan 9:28.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.