Fótbolti

Padova mistókst að setja pressu á liðin fyrir ofan sig

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Emil í leik með íslenska landsliðinu.
Emil í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Getty

Padova, lið Emils Hallfreðssonar, gerði í kvöld 1-1 jafntefli er liðið mætti Carpi á útivelli í ítölsku C-deildinni. Var þetta fyrsti leikur Padova undir stjórn Andrea Mandorlini en sá þjálfaði Emil hjá Hellas Verona fyrir nokkrum árum.

Padova komst yfir á 21. mínútu þökk sé marki króatíska varnarmannsins Anton Krešić. Var það eina mark fyrri hálfleiks og gestirnir í Padova því yfir er liðin gengu til búningsherbergja.

Í upphafi síðari hálfleiks fékk Emil gult spjald og svo á 75. mínútu jöfnuðu Carpi metin eftir að Tommaso Biasci kom knettinum í netið.

Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur því 1-1. Padova er sem fyrr í 5. sæti með 40 stig þegar 23 umferðir eru búnar í B-riðli C-deildarinnar. Carpi er í 2. sætinu með 46 stig en hefði Padova landað öllum þremur stigunum hefði liðið komist upp í 4. sætið. Vicenza trónir á toppi riðilsins með 52 stig en efsta sætið fer beint upp í B-deildina.

Emil hefur alltaf verið í byrjunarliði Padova frá því hann gekk til liðs við félagið í upphafi árs.

 


Tengdar fréttir

Fyrrum þjálfari Emils tekinn við Padova

Lið Emils Hallfreðssonar í ítölsku C-deildinni, Calcio Padovem skipti í vikunni um knattspyrnustjóra. Salvatore Sullo var látinn taka poka sinn og í hans stað kom Andrea Mandorlini. Sá er góðvinur Emils Hallfreðssonar en þeir störfuðu saman hjá Hellas Verona á sínum tíma og er Emil mjög spenntur fyrir komandi samstarfi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.