Fyrrum þjálfari Emils tekinn við Padova Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. janúar 2020 18:30 Emil og Mandorlini fyrir nokkrum árum síðan. Vísir/Instagram Lið Emils Hallfreðssonar í ítölsku C-deildinni, Calcio Padovem skipti í vikunni um knattspyrnustjóra. Salvatore Sullo var látinn taka poka sinn og í hans stað kom Andrea Mandorlini. Sá er góðvinur Emils Hallfreðssonar en þeir störfuðu saman hjá Hellas Verona á sínum tíma og er Emil mjög spenntur fyrir komandi samstarfi. Emil tjáði sig á Instagram um málið og er einkar ánægður með komu Mandorlini til félagsins. „Spennandi tímar framundan og aldrei að vita hvað okkur tekst að gera,“ segir Hafnfirðingurinn til að mynda. Mandorlini stýrði Hellas Verona frá 2010 til 2015 og var Emil mikilvægur hlekkur í frábæru gengi Verona á þeim tíma. Fór liðið upp úr C-deildinni og alla leið upp í ítölsku úrvalsdeildina. Emil yfirgaf svo félagið eftir að Mandorlini hafði fengið sparkið en íslenski miðjumaðurinn gekk þá í raðir Udinese. Sem stendur er Padova í 5. sæti B-riðils ítölsku C-deildarinnar og í harðri baráttu um að komast upp um deild. Alls eru þrír riðlar og fara sigurvegarar hvers riðils upp um deild. Á meðan fara lið í efri hluta hvers riðils í umspil um laust sæti í B-deildinni. Instagram póstur Emils „Fyrir tíu árum síðan lágu leiðir okkar Mister Mandorlini fyrst saman hjá Hellas Verona. Undir hans stjórn fórum við úr C upp í A og náðum góðum árangri þar og t.d rétt misstum af Evrópusæti. Það eru því spennandi tímar framundan og aldrei að vita hvað okkur tekst að gera hérna í Padova.“ View this post on Instagram Fyrir tíu árum síðan lágu leiðir okkar Mister Mandorlini fyrst saman hjà Hellas Verona. Undir hans stjórn fórum við úr C upp í A og náðum góðum árangri þar og t.d rétt misstum af Evrópusæti. Það eru því spennandi tímar framundan og aldrei að vita hvað okkur tekst að gera hérna í Padova Di nuovo insieme per fare bene A post shared by Emil Hallfreðsson (@emilhallfreds) on Jan 23, 2020 at 1:33pm PST Ítalski boltinn Tengdar fréttir Padova staðfestir komu Emils Emil Hallfreðsson er genginn til liðs við ítalska C-deildarliðið Padova. 4. janúar 2020 20:00 Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Fleiri fréttir Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Bein útsending: Fundur Arnars fyrir ögurstundu í Varsjá Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Sjá meira
Lið Emils Hallfreðssonar í ítölsku C-deildinni, Calcio Padovem skipti í vikunni um knattspyrnustjóra. Salvatore Sullo var látinn taka poka sinn og í hans stað kom Andrea Mandorlini. Sá er góðvinur Emils Hallfreðssonar en þeir störfuðu saman hjá Hellas Verona á sínum tíma og er Emil mjög spenntur fyrir komandi samstarfi. Emil tjáði sig á Instagram um málið og er einkar ánægður með komu Mandorlini til félagsins. „Spennandi tímar framundan og aldrei að vita hvað okkur tekst að gera,“ segir Hafnfirðingurinn til að mynda. Mandorlini stýrði Hellas Verona frá 2010 til 2015 og var Emil mikilvægur hlekkur í frábæru gengi Verona á þeim tíma. Fór liðið upp úr C-deildinni og alla leið upp í ítölsku úrvalsdeildina. Emil yfirgaf svo félagið eftir að Mandorlini hafði fengið sparkið en íslenski miðjumaðurinn gekk þá í raðir Udinese. Sem stendur er Padova í 5. sæti B-riðils ítölsku C-deildarinnar og í harðri baráttu um að komast upp um deild. Alls eru þrír riðlar og fara sigurvegarar hvers riðils upp um deild. Á meðan fara lið í efri hluta hvers riðils í umspil um laust sæti í B-deildinni. Instagram póstur Emils „Fyrir tíu árum síðan lágu leiðir okkar Mister Mandorlini fyrst saman hjá Hellas Verona. Undir hans stjórn fórum við úr C upp í A og náðum góðum árangri þar og t.d rétt misstum af Evrópusæti. Það eru því spennandi tímar framundan og aldrei að vita hvað okkur tekst að gera hérna í Padova.“ View this post on Instagram Fyrir tíu árum síðan lágu leiðir okkar Mister Mandorlini fyrst saman hjà Hellas Verona. Undir hans stjórn fórum við úr C upp í A og náðum góðum árangri þar og t.d rétt misstum af Evrópusæti. Það eru því spennandi tímar framundan og aldrei að vita hvað okkur tekst að gera hérna í Padova Di nuovo insieme per fare bene A post shared by Emil Hallfreðsson (@emilhallfreds) on Jan 23, 2020 at 1:33pm PST
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Padova staðfestir komu Emils Emil Hallfreðsson er genginn til liðs við ítalska C-deildarliðið Padova. 4. janúar 2020 20:00 Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Fleiri fréttir Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Bein útsending: Fundur Arnars fyrir ögurstundu í Varsjá Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Sjá meira
Padova staðfestir komu Emils Emil Hallfreðsson er genginn til liðs við ítalska C-deildarliðið Padova. 4. janúar 2020 20:00