Kallar eftir endurskoðun á fyrirkomulagi opinberra innkaupa Eiður Þór Árnason skrifar 26. janúar 2020 13:30 Theodóra S. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi Viðreisnar í Kópavogi ásamt Bryndísi Haraldsdóttur, þingkonu Sjálfstæðisflokksins. Vísir/vilhelm Theodóra S. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi Viðreisnar í Kópavogi, segir að nú sé ákall um að kjörnir fulltrúar sæti ábyrgð í tengslum við framúrkeyrslu Sorpu. Hún gagnrýnir einnig flókið skipurit byggðasamlagsins og segir að þörf sé fyrir almenna endurskoðun á opinberum innkaupum og framkvæmdum á sveitarstjórnarstiginu. Theodóra ræddi málefni Sorpu ásamt Bryndísi Haraldsdóttur, þingkonu Sjálfstæðisflokksins, í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Greint var frá því í vikunni að stjórn Sorpu hafi ákveðið að senda framkvæmdastjóra félagsins í leyfi á meðan ástæður 1,4 milljarða króna framúrkeyrslu á áætluðum framkvæmdakostnaði vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi (GAJA) væru til skoðunar. Kallar eftir endurskoðun á fyrirkomulagi opinberra innkaupa „Mín skoðun er sú að opinber innkaup bara almennt á sveitarstjórnarstiginu þurfi bara eiginlega að taka til endurskoðunar almennt og í gjörgæslu,“ segir Theodóra S. Þorsteinsdóttir en hún hefur lengi starfað á sveitarstjórnarstiginu og meðal annars setið í stjórn Strætó. „Opinberar framkvæmdir hjá sveitarstjórnum fara mjög oft fram yfir,“ segir Theodóra. Nýjasta innleggið í röð úttekta „Við höfum bæði verið með stjórnsýsluúttekt 2011, við fórum í rekstrarúttekt, úttekt á stjórnarháttum og svo kemur þessi úttekt. Og svo er alltaf verið að tala um það sama í þessum úttektum og það kostar náttúrulega talsverðan pening að gera þessar úttektir,“ bætir hún við. „Það er einhvern veginn að mínu mati ekkert gert með þetta, eða mjög takmarkað.“ Ákall um ábyrgð „Það er ákall um að kjörnir fulltrúar sæti ábyrgð. Við eigum að bera ábyrgð, ég er tilbúin til þess að taka ábyrgð á þessu máli, horfa í minn barm og sjá hvað ég get gert betur sem sveitarstjórnarmaður.“ Vísar Theodóra þar til skipurits Sorpu þar sem sveitarstjórnarmenn bera mestu ábyrgðina. „Við þurfum einhverjar róttækar breytingar, ég með ákall um að við snúum þessu við,“ segir hún enn fremur. Bryndís segir málið sorglegt Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, segir að um sé að ræða mikið umhverfismál. „Þetta er náttúrulega bara ofboðslega sorgleg þessi vanáætlun og við erum að tala auðvitað um tekjur íbúa hér á höfuðborgarsvæðinu sem hafa verið nýttar í þetta og það er auðvitað rosalega miður. Sérstaklega vegna þess að þetta er ofboðslega mikilvæg framkvæmd, þessi gas- og jarðgerðarstöð er ofboðslega stórt umhverfismál sem er búið að taka allt of langan tíma að mínu mati að koma á.“ Bryndís tekur undir með Theodóru að ábyrgðin sé hjá sveitarstjórnunum og hjá stjórn Sorpu. Hún vill þó meina að stjórnin hafi að hluta gengist við ábyrgðinni. Útlit fyrir að stjórnin hafi fengið misvísandi upplýsingar „Það sem ég hef heyrt frá stjórninni er að þau tóku þó ábyrgð og segja að, og fyrrverandi forstjóri sagði það þegar þetta mál kom upp: „Hér eru mannleg mistök og ég ber ábyrgð á því.“ Þegar maður les samantektina þá lítur út fyrir að stjórnin hafi annars vegar fengið misvísandi upplýsingar og hins vegar hafi verið haldið ákveðnum upplýsingum frá stjórninni. Það er auðvitað algjörlega óásættanlegt og þarf að fara betur yfir,“ segir Bryndís. Þess má geta að Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, hefur andmælt niðurstöðum skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar þar sem upplýst var um framúrkeyrsluna og sagt hana byggja á ótraustum gögnum. Einnig hefur stjórn Sorpu ekki viljað tjá sig um efni skýrslunnar fyrr en andmælafrestur Björns er liðinn. Reykjavík Sorpa Sprengisandur Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Fleiri fréttir Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Sjá meira
Theodóra S. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi Viðreisnar í Kópavogi, segir að nú sé ákall um að kjörnir fulltrúar sæti ábyrgð í tengslum við framúrkeyrslu Sorpu. Hún gagnrýnir einnig flókið skipurit byggðasamlagsins og segir að þörf sé fyrir almenna endurskoðun á opinberum innkaupum og framkvæmdum á sveitarstjórnarstiginu. Theodóra ræddi málefni Sorpu ásamt Bryndísi Haraldsdóttur, þingkonu Sjálfstæðisflokksins, í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Greint var frá því í vikunni að stjórn Sorpu hafi ákveðið að senda framkvæmdastjóra félagsins í leyfi á meðan ástæður 1,4 milljarða króna framúrkeyrslu á áætluðum framkvæmdakostnaði vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi (GAJA) væru til skoðunar. Kallar eftir endurskoðun á fyrirkomulagi opinberra innkaupa „Mín skoðun er sú að opinber innkaup bara almennt á sveitarstjórnarstiginu þurfi bara eiginlega að taka til endurskoðunar almennt og í gjörgæslu,“ segir Theodóra S. Þorsteinsdóttir en hún hefur lengi starfað á sveitarstjórnarstiginu og meðal annars setið í stjórn Strætó. „Opinberar framkvæmdir hjá sveitarstjórnum fara mjög oft fram yfir,“ segir Theodóra. Nýjasta innleggið í röð úttekta „Við höfum bæði verið með stjórnsýsluúttekt 2011, við fórum í rekstrarúttekt, úttekt á stjórnarháttum og svo kemur þessi úttekt. Og svo er alltaf verið að tala um það sama í þessum úttektum og það kostar náttúrulega talsverðan pening að gera þessar úttektir,“ bætir hún við. „Það er einhvern veginn að mínu mati ekkert gert með þetta, eða mjög takmarkað.“ Ákall um ábyrgð „Það er ákall um að kjörnir fulltrúar sæti ábyrgð. Við eigum að bera ábyrgð, ég er tilbúin til þess að taka ábyrgð á þessu máli, horfa í minn barm og sjá hvað ég get gert betur sem sveitarstjórnarmaður.“ Vísar Theodóra þar til skipurits Sorpu þar sem sveitarstjórnarmenn bera mestu ábyrgðina. „Við þurfum einhverjar róttækar breytingar, ég með ákall um að við snúum þessu við,“ segir hún enn fremur. Bryndís segir málið sorglegt Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, segir að um sé að ræða mikið umhverfismál. „Þetta er náttúrulega bara ofboðslega sorgleg þessi vanáætlun og við erum að tala auðvitað um tekjur íbúa hér á höfuðborgarsvæðinu sem hafa verið nýttar í þetta og það er auðvitað rosalega miður. Sérstaklega vegna þess að þetta er ofboðslega mikilvæg framkvæmd, þessi gas- og jarðgerðarstöð er ofboðslega stórt umhverfismál sem er búið að taka allt of langan tíma að mínu mati að koma á.“ Bryndís tekur undir með Theodóru að ábyrgðin sé hjá sveitarstjórnunum og hjá stjórn Sorpu. Hún vill þó meina að stjórnin hafi að hluta gengist við ábyrgðinni. Útlit fyrir að stjórnin hafi fengið misvísandi upplýsingar „Það sem ég hef heyrt frá stjórninni er að þau tóku þó ábyrgð og segja að, og fyrrverandi forstjóri sagði það þegar þetta mál kom upp: „Hér eru mannleg mistök og ég ber ábyrgð á því.“ Þegar maður les samantektina þá lítur út fyrir að stjórnin hafi annars vegar fengið misvísandi upplýsingar og hins vegar hafi verið haldið ákveðnum upplýsingum frá stjórninni. Það er auðvitað algjörlega óásættanlegt og þarf að fara betur yfir,“ segir Bryndís. Þess má geta að Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, hefur andmælt niðurstöðum skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar þar sem upplýst var um framúrkeyrsluna og sagt hana byggja á ótraustum gögnum. Einnig hefur stjórn Sorpu ekki viljað tjá sig um efni skýrslunnar fyrr en andmælafrestur Björns er liðinn.
Reykjavík Sorpa Sprengisandur Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Fleiri fréttir Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent