Kallar eftir endurskoðun á fyrirkomulagi opinberra innkaupa Eiður Þór Árnason skrifar 26. janúar 2020 13:30 Theodóra S. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi Viðreisnar í Kópavogi ásamt Bryndísi Haraldsdóttur, þingkonu Sjálfstæðisflokksins. Vísir/vilhelm Theodóra S. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi Viðreisnar í Kópavogi, segir að nú sé ákall um að kjörnir fulltrúar sæti ábyrgð í tengslum við framúrkeyrslu Sorpu. Hún gagnrýnir einnig flókið skipurit byggðasamlagsins og segir að þörf sé fyrir almenna endurskoðun á opinberum innkaupum og framkvæmdum á sveitarstjórnarstiginu. Theodóra ræddi málefni Sorpu ásamt Bryndísi Haraldsdóttur, þingkonu Sjálfstæðisflokksins, í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Greint var frá því í vikunni að stjórn Sorpu hafi ákveðið að senda framkvæmdastjóra félagsins í leyfi á meðan ástæður 1,4 milljarða króna framúrkeyrslu á áætluðum framkvæmdakostnaði vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi (GAJA) væru til skoðunar. Kallar eftir endurskoðun á fyrirkomulagi opinberra innkaupa „Mín skoðun er sú að opinber innkaup bara almennt á sveitarstjórnarstiginu þurfi bara eiginlega að taka til endurskoðunar almennt og í gjörgæslu,“ segir Theodóra S. Þorsteinsdóttir en hún hefur lengi starfað á sveitarstjórnarstiginu og meðal annars setið í stjórn Strætó. „Opinberar framkvæmdir hjá sveitarstjórnum fara mjög oft fram yfir,“ segir Theodóra. Nýjasta innleggið í röð úttekta „Við höfum bæði verið með stjórnsýsluúttekt 2011, við fórum í rekstrarúttekt, úttekt á stjórnarháttum og svo kemur þessi úttekt. Og svo er alltaf verið að tala um það sama í þessum úttektum og það kostar náttúrulega talsverðan pening að gera þessar úttektir,“ bætir hún við. „Það er einhvern veginn að mínu mati ekkert gert með þetta, eða mjög takmarkað.“ Ákall um ábyrgð „Það er ákall um að kjörnir fulltrúar sæti ábyrgð. Við eigum að bera ábyrgð, ég er tilbúin til þess að taka ábyrgð á þessu máli, horfa í minn barm og sjá hvað ég get gert betur sem sveitarstjórnarmaður.“ Vísar Theodóra þar til skipurits Sorpu þar sem sveitarstjórnarmenn bera mestu ábyrgðina. „Við þurfum einhverjar róttækar breytingar, ég með ákall um að við snúum þessu við,“ segir hún enn fremur. Bryndís segir málið sorglegt Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, segir að um sé að ræða mikið umhverfismál. „Þetta er náttúrulega bara ofboðslega sorgleg þessi vanáætlun og við erum að tala auðvitað um tekjur íbúa hér á höfuðborgarsvæðinu sem hafa verið nýttar í þetta og það er auðvitað rosalega miður. Sérstaklega vegna þess að þetta er ofboðslega mikilvæg framkvæmd, þessi gas- og jarðgerðarstöð er ofboðslega stórt umhverfismál sem er búið að taka allt of langan tíma að mínu mati að koma á.“ Bryndís tekur undir með Theodóru að ábyrgðin sé hjá sveitarstjórnunum og hjá stjórn Sorpu. Hún vill þó meina að stjórnin hafi að hluta gengist við ábyrgðinni. Útlit fyrir að stjórnin hafi fengið misvísandi upplýsingar „Það sem ég hef heyrt frá stjórninni er að þau tóku þó ábyrgð og segja að, og fyrrverandi forstjóri sagði það þegar þetta mál kom upp: „Hér eru mannleg mistök og ég ber ábyrgð á því.“ Þegar maður les samantektina þá lítur út fyrir að stjórnin hafi annars vegar fengið misvísandi upplýsingar og hins vegar hafi verið haldið ákveðnum upplýsingum frá stjórninni. Það er auðvitað algjörlega óásættanlegt og þarf að fara betur yfir,“ segir Bryndís. Þess má geta að Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, hefur andmælt niðurstöðum skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar þar sem upplýst var um framúrkeyrsluna og sagt hana byggja á ótraustum gögnum. Einnig hefur stjórn Sorpu ekki viljað tjá sig um efni skýrslunnar fyrr en andmælafrestur Björns er liðinn. Reykjavík Sorpa Sprengisandur Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira
Theodóra S. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi Viðreisnar í Kópavogi, segir að nú sé ákall um að kjörnir fulltrúar sæti ábyrgð í tengslum við framúrkeyrslu Sorpu. Hún gagnrýnir einnig flókið skipurit byggðasamlagsins og segir að þörf sé fyrir almenna endurskoðun á opinberum innkaupum og framkvæmdum á sveitarstjórnarstiginu. Theodóra ræddi málefni Sorpu ásamt Bryndísi Haraldsdóttur, þingkonu Sjálfstæðisflokksins, í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Greint var frá því í vikunni að stjórn Sorpu hafi ákveðið að senda framkvæmdastjóra félagsins í leyfi á meðan ástæður 1,4 milljarða króna framúrkeyrslu á áætluðum framkvæmdakostnaði vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi (GAJA) væru til skoðunar. Kallar eftir endurskoðun á fyrirkomulagi opinberra innkaupa „Mín skoðun er sú að opinber innkaup bara almennt á sveitarstjórnarstiginu þurfi bara eiginlega að taka til endurskoðunar almennt og í gjörgæslu,“ segir Theodóra S. Þorsteinsdóttir en hún hefur lengi starfað á sveitarstjórnarstiginu og meðal annars setið í stjórn Strætó. „Opinberar framkvæmdir hjá sveitarstjórnum fara mjög oft fram yfir,“ segir Theodóra. Nýjasta innleggið í röð úttekta „Við höfum bæði verið með stjórnsýsluúttekt 2011, við fórum í rekstrarúttekt, úttekt á stjórnarháttum og svo kemur þessi úttekt. Og svo er alltaf verið að tala um það sama í þessum úttektum og það kostar náttúrulega talsverðan pening að gera þessar úttektir,“ bætir hún við. „Það er einhvern veginn að mínu mati ekkert gert með þetta, eða mjög takmarkað.“ Ákall um ábyrgð „Það er ákall um að kjörnir fulltrúar sæti ábyrgð. Við eigum að bera ábyrgð, ég er tilbúin til þess að taka ábyrgð á þessu máli, horfa í minn barm og sjá hvað ég get gert betur sem sveitarstjórnarmaður.“ Vísar Theodóra þar til skipurits Sorpu þar sem sveitarstjórnarmenn bera mestu ábyrgðina. „Við þurfum einhverjar róttækar breytingar, ég með ákall um að við snúum þessu við,“ segir hún enn fremur. Bryndís segir málið sorglegt Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, segir að um sé að ræða mikið umhverfismál. „Þetta er náttúrulega bara ofboðslega sorgleg þessi vanáætlun og við erum að tala auðvitað um tekjur íbúa hér á höfuðborgarsvæðinu sem hafa verið nýttar í þetta og það er auðvitað rosalega miður. Sérstaklega vegna þess að þetta er ofboðslega mikilvæg framkvæmd, þessi gas- og jarðgerðarstöð er ofboðslega stórt umhverfismál sem er búið að taka allt of langan tíma að mínu mati að koma á.“ Bryndís tekur undir með Theodóru að ábyrgðin sé hjá sveitarstjórnunum og hjá stjórn Sorpu. Hún vill þó meina að stjórnin hafi að hluta gengist við ábyrgðinni. Útlit fyrir að stjórnin hafi fengið misvísandi upplýsingar „Það sem ég hef heyrt frá stjórninni er að þau tóku þó ábyrgð og segja að, og fyrrverandi forstjóri sagði það þegar þetta mál kom upp: „Hér eru mannleg mistök og ég ber ábyrgð á því.“ Þegar maður les samantektina þá lítur út fyrir að stjórnin hafi annars vegar fengið misvísandi upplýsingar og hins vegar hafi verið haldið ákveðnum upplýsingum frá stjórninni. Það er auðvitað algjörlega óásættanlegt og þarf að fara betur yfir,“ segir Bryndís. Þess má geta að Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, hefur andmælt niðurstöðum skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar þar sem upplýst var um framúrkeyrsluna og sagt hana byggja á ótraustum gögnum. Einnig hefur stjórn Sorpu ekki viljað tjá sig um efni skýrslunnar fyrr en andmælafrestur Björns er liðinn.
Reykjavík Sorpa Sprengisandur Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira