Jürgen Klopp: Enginn úr aðalliði Liverpool mun spila endurtekna leikinn á móti Shrewsbury Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2020 08:00 Jürgen Klopp í leiknum á móti Shrewsbury Town í gær. Þrátt fyrir jafntefli þá gæti þetta orðið síðasti bikarleikur Klopp á þessu tímabili. Getty/James Baylis Eftir að Liverpool missti niður 2-0 forystu í bikarleiknum á móti Shrewsbury Town í gær og ljóst að það yrði annar leikur varð knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp að taka erfiða ákvörðun - trufla vetrarfrí leikmanna sinna eða mæta í endurtekna leikinn með varalið. Jürgen Klopp var fljótur að láta fjölmiðla vita um ákvörðun sína. Eftir leikinn gaf þýski stjórinn það út að enginn úr aðalliði Liverpoool muni spila endurtekna leikinn á móti Shrewsbury Town. Jurgen Klopp says that no senior players will be involved in the FA Cup fourth round replay and he won’t manage the team. Neil Critchley will be in charge #LFC— James Pearce (@JamesPearceLFC) January 26, 2020 Klopp gerði níu breytingar á byrjunarliði sínu fyrir leikinn á móti Shrewsbury Town í gær en þar voru samt öflugir leikmenn inn á milli og er þrjár stjörnur komu inn á sem varamenn. Það verður ekkert veikara lið í seinni leiknum heldur algjört varalið eins og í deildabikarleiknum fræga á móti Aston Villa fyrr í vetur þegar Liverpool var að keppa í heimsmeistarakeppni félagsliða á sama tíma. „Ég sagði við strákana fyrir tveimur vikur að við munum fara í vetrarfrí sem þýðir það að við verðum ekki þarna. Það er ekki hægt að líta svo á að okkur sé alveg sama um þetta. Ég veit líka að þetta er ekki vinsæl ákvörðun en svona sé ég þetta,“ sagði Jürgen Klopp. Hann sjálfur mun heldur ekki vera á staðnum. "I can't believe Jurgen Klopp won't take charge of the team and the youth team will be playing. I'm really disappointed." Jurgen Klopp and Liverpool's first team won't feature in their replay with Shrewsbury. Thoughts? Watch #FACup highlightshttps://t.co/my4ePMPVrXpic.twitter.com/m76KP9SXhD— Match of the Day (@BBCMOTD) January 26, 2020 Liverpool er eitt af fjórum úrvalsdeildarliðum sem þurfa að spila aftur eftir jafntefli um helgina en hin eru Newcastle, Tottenham og Southampton. Vetrarfrí Liverpool er frá 2. til 16. febrúar en endurtekni leikurinn við Shrewsbury Town á að fara fram 4. eða 5. febrúar. Þetta er í fyrsta sinn þar sem verður vetrarfrí í ensku úrvalsdeildinni en enska bikarkeppnin ákvað samt að setja endurtekna leiki á í því. Það var Jürgen Klopp mjög ósáttur með frá byrjun og hefur nú sýnt það í verki. FT: Shrewsbury 2 #LFC 2. The nightmare result for Klopp. A replay at Anfield. The Reds only have themselves to blame after a wretched second-half display. Cummings’ double leading the hosts’ fightback. Youngsters can hold their heads high after that, senior players not so much. pic.twitter.com/rap4Prk78e— James Pearce (@JamesPearceLFC) January 26, 2020 Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Sjá meira
Eftir að Liverpool missti niður 2-0 forystu í bikarleiknum á móti Shrewsbury Town í gær og ljóst að það yrði annar leikur varð knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp að taka erfiða ákvörðun - trufla vetrarfrí leikmanna sinna eða mæta í endurtekna leikinn með varalið. Jürgen Klopp var fljótur að láta fjölmiðla vita um ákvörðun sína. Eftir leikinn gaf þýski stjórinn það út að enginn úr aðalliði Liverpoool muni spila endurtekna leikinn á móti Shrewsbury Town. Jurgen Klopp says that no senior players will be involved in the FA Cup fourth round replay and he won’t manage the team. Neil Critchley will be in charge #LFC— James Pearce (@JamesPearceLFC) January 26, 2020 Klopp gerði níu breytingar á byrjunarliði sínu fyrir leikinn á móti Shrewsbury Town í gær en þar voru samt öflugir leikmenn inn á milli og er þrjár stjörnur komu inn á sem varamenn. Það verður ekkert veikara lið í seinni leiknum heldur algjört varalið eins og í deildabikarleiknum fræga á móti Aston Villa fyrr í vetur þegar Liverpool var að keppa í heimsmeistarakeppni félagsliða á sama tíma. „Ég sagði við strákana fyrir tveimur vikur að við munum fara í vetrarfrí sem þýðir það að við verðum ekki þarna. Það er ekki hægt að líta svo á að okkur sé alveg sama um þetta. Ég veit líka að þetta er ekki vinsæl ákvörðun en svona sé ég þetta,“ sagði Jürgen Klopp. Hann sjálfur mun heldur ekki vera á staðnum. "I can't believe Jurgen Klopp won't take charge of the team and the youth team will be playing. I'm really disappointed." Jurgen Klopp and Liverpool's first team won't feature in their replay with Shrewsbury. Thoughts? Watch #FACup highlightshttps://t.co/my4ePMPVrXpic.twitter.com/m76KP9SXhD— Match of the Day (@BBCMOTD) January 26, 2020 Liverpool er eitt af fjórum úrvalsdeildarliðum sem þurfa að spila aftur eftir jafntefli um helgina en hin eru Newcastle, Tottenham og Southampton. Vetrarfrí Liverpool er frá 2. til 16. febrúar en endurtekni leikurinn við Shrewsbury Town á að fara fram 4. eða 5. febrúar. Þetta er í fyrsta sinn þar sem verður vetrarfrí í ensku úrvalsdeildinni en enska bikarkeppnin ákvað samt að setja endurtekna leiki á í því. Það var Jürgen Klopp mjög ósáttur með frá byrjun og hefur nú sýnt það í verki. FT: Shrewsbury 2 #LFC 2. The nightmare result for Klopp. A replay at Anfield. The Reds only have themselves to blame after a wretched second-half display. Cummings’ double leading the hosts’ fightback. Youngsters can hold their heads high after that, senior players not so much. pic.twitter.com/rap4Prk78e— James Pearce (@JamesPearceLFC) January 26, 2020
Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Sjá meira