Innlent

Krefjast nú öll bóta frá Arn­grími og Sjó­vá

Atli Ísleifsson skrifar
Sjóvá hefur nú þegar hafnað bótaskyldu í málinu.
Sjóvá hefur nú þegar hafnað bótaskyldu í málinu. vísir/vilhelm

Mál tveggja af þremur börnum Kanadamannsins Grant Wagstaff gegn Arngrími Jóhannssyni flugstjóra og tryggingafélaginu Sjóvá er á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur í dag.

Um aðskilin mál þeirra Claire og Tyler Wagstaff er að ræða en þau krefjast bóta vegna fráfalls föður síns sem fórst í flugslysi í Barkárdal 9. ágúst 2015. Arngrímur flaug vélinni.

Frá þessu segir í Fréttablaðinu í dag en nú þegar reka eldri systir þeirra Claire og Tyler, Sarah, og Roslyn Wagstaff, ekkja Grants, mál fyrir dómstólnum. Í fréttinni kemur fram að Sarah og Roslyn hafi nú fengið gjafsókn frá íslenska ríkinu og hafa yngri systkinin nú einnig óskað þess sama.

Sjóvá hefur nú þegar hafnað bótaskyldu í málinu.


Tengdar fréttir

Fjölskylda flugmanns slegin vegna athafnar

Fjölskylda Grants Wagstaff, sem lést í flugslysi í Eyjafirði, kveðst harmi slegin vegna minningarathafnar án sinnar vitneskju. Arngrímur Jóhannsson, sem flaug vélinni og ekkjan stefnir í dómsmáli, stóð að uppsetningu minnismerkis.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.