Erlent

Tekinn með þrjá­tíu síma í hjóla­buxunum á tón­leikum

Atli Ísleifsson skrifar
Hjólabuxurnar sem um ræðir.
Hjólabuxurnar sem um ræðir. lögregla í hollandi

Lögreglu í Hollandi tókst að leysa mál um umfangsmikinn símaþjófnað eftir að karlmaður var handtekinn á tónleiknum með þrjátíu síma í hjólabuxum sínum.

BBC segir frá því að 34 ára karlmaður hafi verið handtekinn eftir tónleika sveitarinnar Sum 41 eftir að tónleikagestir höfðu gert lögreglu viðvart um þjófnað. Lokaði lögregla þá öllum útgönguleiðum úr tónleikasalnum og hafði uppi á manninum.

Lögreglulið var sent á tónleika Sum 41 í Amsterdam eftir að ábending barst frá lögreglunni í Belgíu. Fimmtíu símum hafði verið stolið af gestum á tónleikum sömu sveitar í Antwerpen nokkrum dögum fyrr.

Hinn grunaði er rúmenskur ríkisborgari, en í frétt BBC kemur fram að ekki sé ljóst hvort að hann hafi átt sér samverkamenn.

Lögregla í Hollandi



Fleiri fréttir

Sjá meira


×