Innlent

251 beiðni um símahlerun samþykkt á fimm ára tímabili

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Flestar beiðnirnar komu til kasta Héraðsdóms Reykjaness.
Flestar beiðnirnar komu til kasta Héraðsdóms Reykjaness. Vísir/Vilhelm

Dómstólum bárust alls 266 beiðnir um símahlustun frá lögreglu á árunum 2014 til 2018. Á sama tímabili fékkst heimild til símhlustunar í 251 úrskurði í alls 114 málum. Af þessum málum hafði ekki verið ákært í 36 þeirra í lok nóvember 2019. Sýknað hefur verið í einu málanna.

Þetta kemur fram í svari Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Helga Hrafns Gunnarssonar, þingmanns Pírata, um ástæður hlerana frá byrjun árs 2014. Samkvæmt svarinu er ekki hægt með auðveldum hætti að nálgast upplýsingar um úrskurði eftir tegund brota líkt og Helgi Hrafn kallaði eftir.

Langflestar beiðnirnar bárust Héraðsdómi Reykjaness eða 159 alls á tímabilinu og næstflestum var beint til Héraðsdóms Reykjavíkur eða 80 á tímabilinu. Af þeim beiðnum sem samþykktar voru sneru langflestar að brotum sem hafa í för með sér almannaáhættu eða í 124 málum. Næstflestar beinast að fíkniefnabrotum eða 66.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×