Fótbolti

„Þetta er til skammar fyrir Barcelona“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lionel Messi niðurlútur eftir tapið fyrir Bayern München.
Lionel Messi niðurlútur eftir tapið fyrir Bayern München. getty/Manu Fernandez

Freyr Alexandersson sagði að frammistaða Barcelona gegn Bayern München í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær hafi ekki verið félaginu sæmandi.

Bæjarar tóku Börsunga í kennslustund og unnu 2-8 sigur. Þetta er í fyrsta sinn 74 ár sem Barcelona fær á sig átta mörk í leik.

„Ég upplifði það þannig að við horfðum á vel þjálfað lið á móti liði sem er illa þjálfað, bæði taktíkst og líkamlega. Munurinn er alltof mikill og þetta er til skammar fyrir Barcelona,“ sagði Freyr í Meistaradeildarmörkunum í gær.

„Það er í raun ótrúlega sorglegt að horfa upp á þetta þótt mér finnist stórkostlegt að sjá Bayern München spila svona góðan fótbolta. En þetta er Barcelona.“

Hjörvar Hafliðason sagði að Frey hefði þótt erfitt að horfa á leikinn, þegar Bæjarar völtuðu yfir varnarlausa Börsunga.

„Hann horfði undan eins og þetta væri alvöru slátrun. Hann gat ekki horft á þetta því þetta var svo svo ljótt í lokin,“ sagði Hjörvar.

Innslagið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Meistaradeildarmörkin - Frammistaða Barcelona

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×