Enski boltinn

United vill fá 16 ára undrabarn Birmingham

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bellingham er yngsti leikmaður sem hefur leikið fyrir aðallið Birmingham City.
Bellingham er yngsti leikmaður sem hefur leikið fyrir aðallið Birmingham City. vísir/getty

Manchester United vill fá Jude Bellingham, 16 ára miðjumann Birmingham City.

Enskir fjölmiðlar greina frá því að United hafi boðið Birmingham um 12,5 milljónir punda í Bellingham.

Strákurinn lék sinn lék fyrsta leik fyrir aðallið Birmingham í ágúst á síðasta ári, þá aðeins 16 ára og 38 daga gamall. Hann er yngsti leikmaður sem hefur leikið fyrir aðallið Birmingham í sögu félagsins.

Bellingham hefur leikið 24 leiki fyrir Birmingham á þessu tímabili og skorað þrjú mörk.

Frammistaða Bellinghams hefur vakið athygli stórliða í Evrópu og hann er ofarlega á óskalista margra þeirra.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.