Innlent

Fólk á fjórum bílum í vanda við Skjaldbreið

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá björgunaraðgerðum í gærkvöldi.
Frá björgunaraðgerðum í gærkvöldi. Hjálparsveitin tintron

Hjálparsveitin Tintron, hjálparsveit skáta í Grímsnesi, var kölluð út um klukkan 23 í gærkvöldi til að aðstoða fólk á fjórum bílum sem lent hafði í vandræðum í Skjaldbreið.

Í tilkynningu á Facebook-síðu hjálparsveitarinnar segir að tveir menn hafi haldið í útkallið og komið að bílunum um klukkan korter í eitt í nótt. Strax var hafist handa við að koma bílunum saman og þeim í framhaldinu fylgt að þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum.

Björgunarfélagið Eyvindur frá Flúðum tók einnig þátt í aðgerðinni. Björgunarmenn komu heim um fimmleytið í morgun, að því er segir í tilkynningu Tintrons.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×