Óveðurslægð næsta sólarhringinn en svo birtir til Jóhann K. Jóhannsson skrifar 14. janúar 2020 13:08 Snjómokstur hefur verið víða á landinu undanfarna daga. Vísir/Vilhelm Vegir eru víða lokaðir á landinu vegna veðurs og ófærðar á meðan enn ein óveðurslægðin gengur yfir landið. Viðvaranir eru í gildi til að minnsta kosti klukkan þrjú á morgun. Snjóflóðahætta er á norðanverðum Vestfjörðum. Veðurfræðingur segir að farið sé að sjá fyrir endann á óveðurstíð, í að bili að minnsta kosti. Enn einn lægðin sem hrellt hefur landsmenn gengur nú yfir landið og eru gular og appelsínugular viðvaranir á landinu og verða á sumum svæðum allt til klukkan þrjú á morgun. Verst er veðrið á Norðvesturlandi og Vestfjörðum. Færð spilltist á vegum landsins í nótt og var og er víða ófært. Jón Hrafn Karlsson úr björgunarsveitinni Kyndli á Kirkjubæjarklaustri aðstoðuðu, ásamt öðrum, sex erlenda ferðamenn á þremur bílum, við Núpá í Skaftárhreppi í gærkvöldi, sem voru fastir vegna ófærðar. Snælduvitlaust veður „Þegar við komum á vettvang þá var bara ekkert skyggni og snælduvitlaust veður. Það var það mikil snjófjúk og kóf,“ segir Jón Hrafn Karlsson, gjaldkeri Kyndils. Svo kalt var að bílarferðamannanna frusu fastir við veginn. „Hitinn í vélasalnum hafi verið að bræða kófið, síðan lekur vatnið niður og frýs við malbikið þannig að það er samfelldur klaki frá malbiki og inn í vélasal bílanna.“ Jón segir að engin verkefni hafi komið inn á þeirra borð í nótt - en í morgun hafi björgunarsveitin sinnt vegalokunum á svæðinu og segir hann að reynt sé að halda aftur að ferðamönnum á meðan óveðrið gengur yfir í dag. Meðal vindhraði á fjallvegum og á hálendinu mældist um 25 m/s en Daníel Þorláksson, vakthafandi veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að í Öræfum hafi sá vindhraði rúmlega tvöfaldast í verstu kviðunum. Vont veður á Vestfjörðum „Það voru allavega hviður þarna í Öræfum eitthvað í kringum og yfir 50 m/s en mesti vindur, á 10 mínútna meðalhraða var þá 36 metrar á Hjallhálsi og svo á hálendinu hefur mælst einhverjir fjörutíu og fimm metrar á sekúndu.“ Á Vestfjörðum verður vont veður til morguns. Í gildi er óvissustig vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum og Hættustig á Ísafirði en þar mun bæta í úrkomu í dag. „Það hjálpar ekki, það skánar ekki á meðan þetta heldur áfram.“ Eins og spár gera ráð fyrir núna verða alla veðurviðvaranir fallnar úr gildi klukkan þrjú á morgun. Daníel segir að farið sé að sjá fyrir endann á óveðrinu sem hrellt hefur landsmenn nú í marga daga. „Í bili já. Á morgun, þegar veðrið er gengið niður verður vindur víðast hvar orðinn hægur, hæg austlæg átt, og svo bara hæg vestlæg átt fram að helgi. En síðan er útlit fyrir að það hlýni og hvessi aftur á sunnudag en fram að því verður þokkalegasta veður.“ Samgöngur Veður Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Vegir eru víða lokaðir á landinu vegna veðurs og ófærðar á meðan enn ein óveðurslægðin gengur yfir landið. Viðvaranir eru í gildi til að minnsta kosti klukkan þrjú á morgun. Snjóflóðahætta er á norðanverðum Vestfjörðum. Veðurfræðingur segir að farið sé að sjá fyrir endann á óveðurstíð, í að bili að minnsta kosti. Enn einn lægðin sem hrellt hefur landsmenn gengur nú yfir landið og eru gular og appelsínugular viðvaranir á landinu og verða á sumum svæðum allt til klukkan þrjú á morgun. Verst er veðrið á Norðvesturlandi og Vestfjörðum. Færð spilltist á vegum landsins í nótt og var og er víða ófært. Jón Hrafn Karlsson úr björgunarsveitinni Kyndli á Kirkjubæjarklaustri aðstoðuðu, ásamt öðrum, sex erlenda ferðamenn á þremur bílum, við Núpá í Skaftárhreppi í gærkvöldi, sem voru fastir vegna ófærðar. Snælduvitlaust veður „Þegar við komum á vettvang þá var bara ekkert skyggni og snælduvitlaust veður. Það var það mikil snjófjúk og kóf,“ segir Jón Hrafn Karlsson, gjaldkeri Kyndils. Svo kalt var að bílarferðamannanna frusu fastir við veginn. „Hitinn í vélasalnum hafi verið að bræða kófið, síðan lekur vatnið niður og frýs við malbikið þannig að það er samfelldur klaki frá malbiki og inn í vélasal bílanna.“ Jón segir að engin verkefni hafi komið inn á þeirra borð í nótt - en í morgun hafi björgunarsveitin sinnt vegalokunum á svæðinu og segir hann að reynt sé að halda aftur að ferðamönnum á meðan óveðrið gengur yfir í dag. Meðal vindhraði á fjallvegum og á hálendinu mældist um 25 m/s en Daníel Þorláksson, vakthafandi veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að í Öræfum hafi sá vindhraði rúmlega tvöfaldast í verstu kviðunum. Vont veður á Vestfjörðum „Það voru allavega hviður þarna í Öræfum eitthvað í kringum og yfir 50 m/s en mesti vindur, á 10 mínútna meðalhraða var þá 36 metrar á Hjallhálsi og svo á hálendinu hefur mælst einhverjir fjörutíu og fimm metrar á sekúndu.“ Á Vestfjörðum verður vont veður til morguns. Í gildi er óvissustig vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum og Hættustig á Ísafirði en þar mun bæta í úrkomu í dag. „Það hjálpar ekki, það skánar ekki á meðan þetta heldur áfram.“ Eins og spár gera ráð fyrir núna verða alla veðurviðvaranir fallnar úr gildi klukkan þrjú á morgun. Daníel segir að farið sé að sjá fyrir endann á óveðrinu sem hrellt hefur landsmenn nú í marga daga. „Í bili já. Á morgun, þegar veðrið er gengið niður verður vindur víðast hvar orðinn hægur, hæg austlæg átt, og svo bara hæg vestlæg átt fram að helgi. En síðan er útlit fyrir að það hlýni og hvessi aftur á sunnudag en fram að því verður þokkalegasta veður.“
Samgöngur Veður Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?