Erlent

Hittast til að ræða kröfu­lista Fram­fara­flokksins

Atli Ísleifsson skrifar
Siv Jensen, fjármálaráðherra og formaður Framfaraflokksins, og Erna Solberg, forsætisráðherra og formaður Hægriflokksins.
Siv Jensen, fjármálaráðherra og formaður Framfaraflokksins, og Erna Solberg, forsætisráðherra og formaður Hægriflokksins. epa

Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, og Siv Jensen, fjármálaráðherra og formaður Framfaraflokksins, munu funda á mánudaginn til að ræða sérstakan lista sem Framfaraflokkurinn hefur lagt fram til að tryggja megi áframhaldandi líf ríkisstjórnarinnar.

Jensen og samherjar hennar í Framfaraflokknum eru mjög óánægð með ákvörðun norskra yfirvalda að sækja norska konu og tvö börn hennar til Sýrlands, en konan hafði verið starfandi innan hryðjuverkasamtakanna ISIS.

Jensen hefur hótað að segja skilið við ríkisstjórnina vegna málsins, en flokkur hennar hefur nú lagt fram kröfulista með skilyrðum fyrir áframhaldandi stjórnarþátttöku.

Solberg sagði í viðtali í NRK í gær að það stæði ekki til að endursemja um stjórnarsáttmálann.

Hægriflokkur Solberg og Framfaraflokkur Jensen eiga í stjórnarsamstarfi með Kristilega þjóðarflokknum og Venstre.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.