4. eða 11. apríl gæti orðið risadagur fyrir Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2020 13:00 Roberto Firmino fagnar sigurmarki sínu á móti Tottenham. Getty/ Adam Davy Það virðist fátt geta komið í veg fyrir að Liverpool verði enskur meistari í fyrsta sinn í þrjá áratugi. Í huga flestra er þetta ekki spurning um hvort heldur hvenær liðið tryggir sér titilinn. Liverpool er nú með fjórtán stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og á auk þess leik inni á Manchester City sem situr í öðru sætinu. Liverpool á eftir sautján leiki og getur því mest náð 112 stigum. Manchester City á eftir sextán leiki og getur mest náð 95 stigum úr þessu. Liverpool verður því örugglega enskur meistari um leið og liðið nær í sitt 96. stig og vantar því enn 35 stig til að þess að tryggja sér titilinn í fyrsta sinn í 30 ár. Þessi stigafjöldi er miðaður við það að City vinni alla sína leiki líka. Vinni Liverpool alla sína leiki þá getur liðið fyrst orðið enskur meistari 4. apríl næstkomandi eða með því að vinna leikinn á þeim degi sem er á móti Manchester City á Ethiad. Takist Liverpool og Manchester City báðum að vinna alla leiki sína þangað til þá verður Liverpool komið með 91 stig fyrir leikinn en City verður með 74 stig. Liverpool spilar einum leik fleira en City þangað til því liðið á leik inni vegna þáttöku sinnar í heimsmeistarakeppni félagsliða. Vinni Liverpool innbyrðis leik liðanna þá mun muna tuttugu stigum á liðunum en Manchester City ætti þá bara eftir sex leiki. Það væru því bara átján stig eftir í pottinum fyrir lærisveina Pep Guardiola sem myndu ekki duga til að brúa bilið. Liverpool á því möguleika að verða meistari með sigri á Manchester City en verði jafntefli í leiknum mun þá muna sautján stigum á liðunum sem er ekki nóg. Liverpool gæti þá tryggt sér titilinn í næsta leik á eftir sem er á móti Aston Villa á Anfield 11. apríl. Tryggi Liverpool sér titilinn á öðrum af þessum tveimur leikdögum þá mun liðið slá met í ensku úrvalsdeildinni. Manchester United tryggði sér enska titilinn 14. apríl 2001 en ekkert félag í sögu ensku úrvalsdeildarinnar hefur unnið titilinn jafnfljótt á leiktíð. Allt er þetta miðað við það að Liverpool haldi áfram þessu ótrúlega gengi sínu. Liðið hefur unnið 20 af 21 leik sínum sem er magnað afrek í jafnsterkri deild og enska úrvalsdeildin er. Hvort Liverpool heldur sigurgöngunni áfram verður að koma í ljós. Enski boltinn Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Fótbolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Það virðist fátt geta komið í veg fyrir að Liverpool verði enskur meistari í fyrsta sinn í þrjá áratugi. Í huga flestra er þetta ekki spurning um hvort heldur hvenær liðið tryggir sér titilinn. Liverpool er nú með fjórtán stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og á auk þess leik inni á Manchester City sem situr í öðru sætinu. Liverpool á eftir sautján leiki og getur því mest náð 112 stigum. Manchester City á eftir sextán leiki og getur mest náð 95 stigum úr þessu. Liverpool verður því örugglega enskur meistari um leið og liðið nær í sitt 96. stig og vantar því enn 35 stig til að þess að tryggja sér titilinn í fyrsta sinn í 30 ár. Þessi stigafjöldi er miðaður við það að City vinni alla sína leiki líka. Vinni Liverpool alla sína leiki þá getur liðið fyrst orðið enskur meistari 4. apríl næstkomandi eða með því að vinna leikinn á þeim degi sem er á móti Manchester City á Ethiad. Takist Liverpool og Manchester City báðum að vinna alla leiki sína þangað til þá verður Liverpool komið með 91 stig fyrir leikinn en City verður með 74 stig. Liverpool spilar einum leik fleira en City þangað til því liðið á leik inni vegna þáttöku sinnar í heimsmeistarakeppni félagsliða. Vinni Liverpool innbyrðis leik liðanna þá mun muna tuttugu stigum á liðunum en Manchester City ætti þá bara eftir sex leiki. Það væru því bara átján stig eftir í pottinum fyrir lærisveina Pep Guardiola sem myndu ekki duga til að brúa bilið. Liverpool á því möguleika að verða meistari með sigri á Manchester City en verði jafntefli í leiknum mun þá muna sautján stigum á liðunum sem er ekki nóg. Liverpool gæti þá tryggt sér titilinn í næsta leik á eftir sem er á móti Aston Villa á Anfield 11. apríl. Tryggi Liverpool sér titilinn á öðrum af þessum tveimur leikdögum þá mun liðið slá met í ensku úrvalsdeildinni. Manchester United tryggði sér enska titilinn 14. apríl 2001 en ekkert félag í sögu ensku úrvalsdeildarinnar hefur unnið titilinn jafnfljótt á leiktíð. Allt er þetta miðað við það að Liverpool haldi áfram þessu ótrúlega gengi sínu. Liðið hefur unnið 20 af 21 leik sínum sem er magnað afrek í jafnsterkri deild og enska úrvalsdeildin er. Hvort Liverpool heldur sigurgöngunni áfram verður að koma í ljós.
Enski boltinn Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Fótbolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira