4. eða 11. apríl gæti orðið risadagur fyrir Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2020 13:00 Roberto Firmino fagnar sigurmarki sínu á móti Tottenham. Getty/ Adam Davy Það virðist fátt geta komið í veg fyrir að Liverpool verði enskur meistari í fyrsta sinn í þrjá áratugi. Í huga flestra er þetta ekki spurning um hvort heldur hvenær liðið tryggir sér titilinn. Liverpool er nú með fjórtán stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og á auk þess leik inni á Manchester City sem situr í öðru sætinu. Liverpool á eftir sautján leiki og getur því mest náð 112 stigum. Manchester City á eftir sextán leiki og getur mest náð 95 stigum úr þessu. Liverpool verður því örugglega enskur meistari um leið og liðið nær í sitt 96. stig og vantar því enn 35 stig til að þess að tryggja sér titilinn í fyrsta sinn í 30 ár. Þessi stigafjöldi er miðaður við það að City vinni alla sína leiki líka. Vinni Liverpool alla sína leiki þá getur liðið fyrst orðið enskur meistari 4. apríl næstkomandi eða með því að vinna leikinn á þeim degi sem er á móti Manchester City á Ethiad. Takist Liverpool og Manchester City báðum að vinna alla leiki sína þangað til þá verður Liverpool komið með 91 stig fyrir leikinn en City verður með 74 stig. Liverpool spilar einum leik fleira en City þangað til því liðið á leik inni vegna þáttöku sinnar í heimsmeistarakeppni félagsliða. Vinni Liverpool innbyrðis leik liðanna þá mun muna tuttugu stigum á liðunum en Manchester City ætti þá bara eftir sex leiki. Það væru því bara átján stig eftir í pottinum fyrir lærisveina Pep Guardiola sem myndu ekki duga til að brúa bilið. Liverpool á því möguleika að verða meistari með sigri á Manchester City en verði jafntefli í leiknum mun þá muna sautján stigum á liðunum sem er ekki nóg. Liverpool gæti þá tryggt sér titilinn í næsta leik á eftir sem er á móti Aston Villa á Anfield 11. apríl. Tryggi Liverpool sér titilinn á öðrum af þessum tveimur leikdögum þá mun liðið slá met í ensku úrvalsdeildinni. Manchester United tryggði sér enska titilinn 14. apríl 2001 en ekkert félag í sögu ensku úrvalsdeildarinnar hefur unnið titilinn jafnfljótt á leiktíð. Allt er þetta miðað við það að Liverpool haldi áfram þessu ótrúlega gengi sínu. Liðið hefur unnið 20 af 21 leik sínum sem er magnað afrek í jafnsterkri deild og enska úrvalsdeildin er. Hvort Liverpool heldur sigurgöngunni áfram verður að koma í ljós. Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Sjá meira
Það virðist fátt geta komið í veg fyrir að Liverpool verði enskur meistari í fyrsta sinn í þrjá áratugi. Í huga flestra er þetta ekki spurning um hvort heldur hvenær liðið tryggir sér titilinn. Liverpool er nú með fjórtán stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og á auk þess leik inni á Manchester City sem situr í öðru sætinu. Liverpool á eftir sautján leiki og getur því mest náð 112 stigum. Manchester City á eftir sextán leiki og getur mest náð 95 stigum úr þessu. Liverpool verður því örugglega enskur meistari um leið og liðið nær í sitt 96. stig og vantar því enn 35 stig til að þess að tryggja sér titilinn í fyrsta sinn í 30 ár. Þessi stigafjöldi er miðaður við það að City vinni alla sína leiki líka. Vinni Liverpool alla sína leiki þá getur liðið fyrst orðið enskur meistari 4. apríl næstkomandi eða með því að vinna leikinn á þeim degi sem er á móti Manchester City á Ethiad. Takist Liverpool og Manchester City báðum að vinna alla leiki sína þangað til þá verður Liverpool komið með 91 stig fyrir leikinn en City verður með 74 stig. Liverpool spilar einum leik fleira en City þangað til því liðið á leik inni vegna þáttöku sinnar í heimsmeistarakeppni félagsliða. Vinni Liverpool innbyrðis leik liðanna þá mun muna tuttugu stigum á liðunum en Manchester City ætti þá bara eftir sex leiki. Það væru því bara átján stig eftir í pottinum fyrir lærisveina Pep Guardiola sem myndu ekki duga til að brúa bilið. Liverpool á því möguleika að verða meistari með sigri á Manchester City en verði jafntefli í leiknum mun þá muna sautján stigum á liðunum sem er ekki nóg. Liverpool gæti þá tryggt sér titilinn í næsta leik á eftir sem er á móti Aston Villa á Anfield 11. apríl. Tryggi Liverpool sér titilinn á öðrum af þessum tveimur leikdögum þá mun liðið slá met í ensku úrvalsdeildinni. Manchester United tryggði sér enska titilinn 14. apríl 2001 en ekkert félag í sögu ensku úrvalsdeildarinnar hefur unnið titilinn jafnfljótt á leiktíð. Allt er þetta miðað við það að Liverpool haldi áfram þessu ótrúlega gengi sínu. Liðið hefur unnið 20 af 21 leik sínum sem er magnað afrek í jafnsterkri deild og enska úrvalsdeildin er. Hvort Liverpool heldur sigurgöngunni áfram verður að koma í ljós.
Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Sjá meira