Gazzaniga bjargaði stigi fyrir Tottenham

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gazzaniga ver vítið.
Gazzaniga ver vítið. vísir/getty

Watford og Tottenham gerðu markalaust jafntefli er liðin mættust á Vicarage Road í hádeginu í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.
Ekkert mark var skorað í tíðindalitlum fyrri hálfleik en Watford fékk vítaspyrnu á 69. mínútu eftir að boltinn fór í hönd Jan Vertonghen.

Troy Deeney, fyrirliði Watford, steig á punktinn en lét Gazzaniga verja frá sér. Vítið slakt og í góðri hæð fyrir markvörðinn. Lokatölur 0-0.
Tottenham er eftir jafnteflið í 8. sæti deildarinnar með 30 stig en Watford er komið upp í 17. sætið með 22 stig.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.