Félag leikskólakennara styður áform um breyttan opnunartíma leikskóla í Reykjavík Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. janúar 2020 13:45 Leikskólabörn í bæjarferð í miðbæ Reykjavíkur fyrr í vetur. Nú sem oft áður eru málefni leikskólans til umræðu vegna áforma um að stytta opnunartíma á leikskólum borgarinnar. vísir/vilhelm Félag leikskólakennara styður heilshugar tillögur stýrihóps Reykjavíkurborgar um umbætur og skipulag leikskólastarfs í Reykjavík. Þetta kemur fram í ályktun sem stjórn félagsins sendi frá sér í dag. Fyrr í vikunni var greint frá því að frá 1. apríl verði opnunartími leikskóla Reykjavíkurborgar styttur um hálftíma frá því sem nú er. Verða leikskólarnir opnir frá 7:30 til 16:30 í stað 17:00 áður. Foreldrar í erfiðri stöðu sem þurfa nauðsynlega á þessum hálftíma að halda í lok dags geta sótt um framlengdan aðlögunartíma til 1. ágúst. Þessi áform borgarinnar hafa mælst misjafnlega fyrir. Sjálfstæðisflokkurinn leggst til að mynda gegn þeim og þá skrifuðu fimmtán konur grein á Vísi í gær þar sem þær skoruðu á borgarráð að hafna breytingum á opnunartíma leikskóla sem samþykktar voru í skóla- og frístundaráði. Telja þær þjónustuna lífsnauðsynlega mörgum. Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs, sagði í samtali við fréttastofu í gær að breytingarnar á opnunartímanum væru liður í því að bæta starfsumhverfi leikskólakennara. Inn á það er komið í ályktun stjórnar Félags leikskólakennara en einnig bent á þá breytingu sem tók gildi þann 1. janúar síðastliðinn eftir að lögum var breytt á þann veg að leyfisbréf kennara gilda nú þvert á skólastig. „Við þá breytingu varð raunveruleg hætta á að leikskólakennarar flytji sig yfir á önnur skólastig vegna ólíkra starfsaðstæðna og vinnutímafyrirkomulags. Tillögur stýrihópsins í þessum fyrsta áfanga er snýr að almennum opnunartíma leikskóla borgarinnar er mikilvægt skref. Næsti áfangi snýr að því að færa starfsumhverfi leikskólakennara að því sem þekkist á öðrum skólastigum og þróa breytt skipulag leikskólastarfsins. Sá áfangi er eitt stærsta verkefnið í kjarasamningsgerð leikskólakennara í þeim kjarasamningum sem unnið er að nú. Einungis með þeim hætti er hægt að afstýra því að leikskólakennarar færi sig í stórum stíl yfir á önnur skólastig til kennslu, því gerist það er leikskólastigið í alvarlegum vanda. Ein stærsta áskorun sveitarfélaga er að fjölga leikskólakennurum. Það mun auka gæði leikskólakennslu til muna öllum börnum á leikskólaaldri til heilla,“ segir í ályktun Félags leikskólakennara. Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Félag leikskólakennara styður heilshugar tillögur stýrihóps Reykjavíkurborgar um umbætur og skipulag leikskólastarfs í Reykjavík. Þetta kemur fram í ályktun sem stjórn félagsins sendi frá sér í dag. Fyrr í vikunni var greint frá því að frá 1. apríl verði opnunartími leikskóla Reykjavíkurborgar styttur um hálftíma frá því sem nú er. Verða leikskólarnir opnir frá 7:30 til 16:30 í stað 17:00 áður. Foreldrar í erfiðri stöðu sem þurfa nauðsynlega á þessum hálftíma að halda í lok dags geta sótt um framlengdan aðlögunartíma til 1. ágúst. Þessi áform borgarinnar hafa mælst misjafnlega fyrir. Sjálfstæðisflokkurinn leggst til að mynda gegn þeim og þá skrifuðu fimmtán konur grein á Vísi í gær þar sem þær skoruðu á borgarráð að hafna breytingum á opnunartíma leikskóla sem samþykktar voru í skóla- og frístundaráði. Telja þær þjónustuna lífsnauðsynlega mörgum. Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs, sagði í samtali við fréttastofu í gær að breytingarnar á opnunartímanum væru liður í því að bæta starfsumhverfi leikskólakennara. Inn á það er komið í ályktun stjórnar Félags leikskólakennara en einnig bent á þá breytingu sem tók gildi þann 1. janúar síðastliðinn eftir að lögum var breytt á þann veg að leyfisbréf kennara gilda nú þvert á skólastig. „Við þá breytingu varð raunveruleg hætta á að leikskólakennarar flytji sig yfir á önnur skólastig vegna ólíkra starfsaðstæðna og vinnutímafyrirkomulags. Tillögur stýrihópsins í þessum fyrsta áfanga er snýr að almennum opnunartíma leikskóla borgarinnar er mikilvægt skref. Næsti áfangi snýr að því að færa starfsumhverfi leikskólakennara að því sem þekkist á öðrum skólastigum og þróa breytt skipulag leikskólastarfsins. Sá áfangi er eitt stærsta verkefnið í kjarasamningsgerð leikskólakennara í þeim kjarasamningum sem unnið er að nú. Einungis með þeim hætti er hægt að afstýra því að leikskólakennarar færi sig í stórum stíl yfir á önnur skólastig til kennslu, því gerist það er leikskólastigið í alvarlegum vanda. Ein stærsta áskorun sveitarfélaga er að fjölga leikskólakennurum. Það mun auka gæði leikskólakennslu til muna öllum börnum á leikskólaaldri til heilla,“ segir í ályktun Félags leikskólakennara.
Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent