Innlent

Segir atvinnulífið á Flateyri í molum

Jóhann K. Jóhannsson og Samúel Karl Ólason skrifa
Þorgils Þorgilsson segir síðustu daga hafa verið ömurlega.
Þorgils Þorgilsson segir síðustu daga hafa verið ömurlega. Vísir/Egill

„Maður er bara að reyna að átta sig á þessu. Maður skilur þetta ekki, sko,“ segir Þorgils Þorgilsson, eigandi báts sem sökk í snjóflóðinu á Flateyri. Hann segist ekki hafa átt von á því að bátarnir sykkju í snjóflóði.

„Maður er búinn að leggja stórpening í þennan bát. Hann er nýkominn úr slipp og allur skveraður.“

Þorgils segir síðustu daga hafa verið ömurlega. Það sé erfitt að ná áttum.

„Ég er með fiskverkun hérna líka, þessi bátur hefur aflað hráefni í hana,“ sagði Þorgils í viðtali og benti á bátinn þar sem hann maraði í hálfi kafi í höfninni á Flateyri.

Hann rekur sömuleiðis fiskmarkaðinn á Flateyri en þar sem allir bátar bæjarins hafi farið sjái hann ekkert framundan hjá sér og sínum sjö starfsmönnum.

„Ég bara átta mig ekkert á því hvað maður getur gert.“

Þorgils segir allt sitt undir á Flateyri. Íbúðarhús og fiskverkun en nú eigi hann ekki bát.

Aðspurður segir hann atvinnulífið á Flateyri í molum.

„Algerlega í molum.“


Tengdar fréttir

Kisurnar í Ólafstúni 14 heilar á húfi

Eyþór Jóvinsson, íbúi á Flateyri og eigandi bókabúðarinnar í bænum, birti fallega mynd af sér á Facebook-síðu bókabúðarinnar í dag þar sem hann heldur á öðrum heimiliskettinum í Ólafstúni 14 sem varð fyrir snjóflóðinu sem féll á þriðjudagskvöld.

Flateyrarvegur opnaður

Tekin hefur verið ákvörðun um að opna Flateyrarveg, eftir veðurofsa og hamfarir síðustu daga.

„Þetta eru bara dauðir hlutir og stelpan bjargaðist“

"Maður heyrir að þetta er ónáttúrulegt hljóð. Maður er ekki vanur þessu hljóði sem kemur þarna,“ segir Magnús Einar Magnússon, formaður Sæbjargar á Flateyri, um það hvernig hann varð var við fyrra snjóflóðið í vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×