Óttast að tjónið á Flateyri kunni að vera meira en talið var í fyrstu Jóhann K. Jóhannsson og Atli Ísleifsson skrifa 17. janúar 2020 12:48 Innan úr húsi á Flateyri. Vísir/Egill Viðbragðsaðilar á Flateyri hafa unnið að verðmætabjörgun í morgun. Ljóst er að gífurlegt tjón hefur orðið í bænum sem enn hefur þó ekki verið metið en óttast er að það gæti verið meira en áður var talið. Jóhann K. Jóhannsson fréttamaður er staddur á Flateyri og segir að verið sé að reyna að koma daglegu lífi í skorður. Viðbragðsaðilar hafa verið í verðmætabjörgun og sérfræðingar frá Umhverfisstofnun eru að meta mengunina í höfninni þar sem sex bátar sukku í öðru snjóflóðinu. Þá Virðist þó sem svo að mengunin sé einangruð við svæðið innan hafnarinnar. Ljóst má vera að skemmdir urðu á varanlegum hafnarmannvirkjum á Flateyri, auk þess að flotbryggja slitnaði upp. Sláandi aðstæður Hulda Árnadóttir, framkvæmdastjóri hjá Náttúruhamfaratryggingu Íslands, segir aðstæður á hamfarasvæðunum vera sláandi. „Líka að sjá hvað flóðið fer nærri öðrum húsum þannig að þegar við horfum á þetta heildrænt þá erum við þakklát hvernig þetta slapp til. Alltaf gott að vita til þess að enginn hafi slasast alvarlega. Það er náttúrulega það sem skiptir mestu máli.“ Hulda Árnadóttir, framkvæmdastjóri hjá Náttúruhamfaratryggingu Íslands.Egill Aðalsteinsson Íbúar hér óttast að tjónið gæti verið meira en áður var talið og komi jafnvel ekki alveg í ljós fyrr en snjó leysir. „Það er algerlega þannig að við berum ábyrgð á þeim tjónum sem eru tryggð hjá okkur þangað til að hægt er að rannsaka þau. Það breytir engu um bótaskyldu okkar hvort við getum séð það strax eða ekki þannig að við högum bara okkar verkefnum i samræmi við þær aðstæður sem eru á hverjum stað.“ Frá Flateyri í dag.Jóhann K Þið eruð búin að meta aðstæður í dag og í gær. Hversu mikið tjón er þetta? „Við höfum ekki verið að meta eiginlegt tjón í fjárhæðum hérna. Við erum að ná yfirsýn yfir atburðinn, við erum að hitta fólk sem hefur orðið fyrir tjóni og við erum að upplýsa um þeirra réttindi og hvernig það snýr sér. Við erum fyrst og fremst nú í öflun upplýsinga og upplýsingagjöf til þeirra sem hlut eiga að máli.“ Hulda segir að fulltrúar Náttúruhamfaratryggingar fari svo heim síðar í dag en komi aftur á mánudag. Þá verði íbúafundur á mánudaginn og svo komi matsmenn í framhaldi af því. Almannavarnir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tryggingar Tengdar fréttir Kisurnar í Ólafstúni 14 heilar á húfi Eyþór Jóvinsson, íbúi á Flateyri og eigandi bókabúðarinnar í bænum, birti fallega mynd af sér á Facebook-síðu bókabúðarinnar í dag þar sem hann heldur á öðrum heimiliskettinum í Ólafstúni 14 sem varð fyrir snjóflóðinu sem féll á þriðjudagskvöld. 17. janúar 2020 12:15 Drónamyndir frá Flateyri sýna eyðilegginguna í höfninni Líkt og komið hefur fram varð gríðarlegt tjón í höfninni við Flateyri eftir að annað af tveimur snjóflóðum sem féll við bæinn á þriðjudaginn fór í höfnina. 16. janúar 2020 21:10 Varnargarðarnir á Flateyri ekki hannaðir fyrir flóð sem fer á allt að 200 kílómetra hraða Tómas Jóhannesson, fagstjóri ofanflóðavarna á Veðurstofu Íslands, segir að hraði snjóflóðsins úr Skollahvilft á Flateyri á þriðjudagskvöld sé væntanlega meginskýringin á því að það flæddi yfir varnargarðana fyrir ofan bæinn. 16. janúar 2020 14:30 Mest lesið Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Innlent Fleiri fréttir Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Sjá meira
Viðbragðsaðilar á Flateyri hafa unnið að verðmætabjörgun í morgun. Ljóst er að gífurlegt tjón hefur orðið í bænum sem enn hefur þó ekki verið metið en óttast er að það gæti verið meira en áður var talið. Jóhann K. Jóhannsson fréttamaður er staddur á Flateyri og segir að verið sé að reyna að koma daglegu lífi í skorður. Viðbragðsaðilar hafa verið í verðmætabjörgun og sérfræðingar frá Umhverfisstofnun eru að meta mengunina í höfninni þar sem sex bátar sukku í öðru snjóflóðinu. Þá Virðist þó sem svo að mengunin sé einangruð við svæðið innan hafnarinnar. Ljóst má vera að skemmdir urðu á varanlegum hafnarmannvirkjum á Flateyri, auk þess að flotbryggja slitnaði upp. Sláandi aðstæður Hulda Árnadóttir, framkvæmdastjóri hjá Náttúruhamfaratryggingu Íslands, segir aðstæður á hamfarasvæðunum vera sláandi. „Líka að sjá hvað flóðið fer nærri öðrum húsum þannig að þegar við horfum á þetta heildrænt þá erum við þakklát hvernig þetta slapp til. Alltaf gott að vita til þess að enginn hafi slasast alvarlega. Það er náttúrulega það sem skiptir mestu máli.“ Hulda Árnadóttir, framkvæmdastjóri hjá Náttúruhamfaratryggingu Íslands.Egill Aðalsteinsson Íbúar hér óttast að tjónið gæti verið meira en áður var talið og komi jafnvel ekki alveg í ljós fyrr en snjó leysir. „Það er algerlega þannig að við berum ábyrgð á þeim tjónum sem eru tryggð hjá okkur þangað til að hægt er að rannsaka þau. Það breytir engu um bótaskyldu okkar hvort við getum séð það strax eða ekki þannig að við högum bara okkar verkefnum i samræmi við þær aðstæður sem eru á hverjum stað.“ Frá Flateyri í dag.Jóhann K Þið eruð búin að meta aðstæður í dag og í gær. Hversu mikið tjón er þetta? „Við höfum ekki verið að meta eiginlegt tjón í fjárhæðum hérna. Við erum að ná yfirsýn yfir atburðinn, við erum að hitta fólk sem hefur orðið fyrir tjóni og við erum að upplýsa um þeirra réttindi og hvernig það snýr sér. Við erum fyrst og fremst nú í öflun upplýsinga og upplýsingagjöf til þeirra sem hlut eiga að máli.“ Hulda segir að fulltrúar Náttúruhamfaratryggingar fari svo heim síðar í dag en komi aftur á mánudag. Þá verði íbúafundur á mánudaginn og svo komi matsmenn í framhaldi af því.
Almannavarnir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tryggingar Tengdar fréttir Kisurnar í Ólafstúni 14 heilar á húfi Eyþór Jóvinsson, íbúi á Flateyri og eigandi bókabúðarinnar í bænum, birti fallega mynd af sér á Facebook-síðu bókabúðarinnar í dag þar sem hann heldur á öðrum heimiliskettinum í Ólafstúni 14 sem varð fyrir snjóflóðinu sem féll á þriðjudagskvöld. 17. janúar 2020 12:15 Drónamyndir frá Flateyri sýna eyðilegginguna í höfninni Líkt og komið hefur fram varð gríðarlegt tjón í höfninni við Flateyri eftir að annað af tveimur snjóflóðum sem féll við bæinn á þriðjudaginn fór í höfnina. 16. janúar 2020 21:10 Varnargarðarnir á Flateyri ekki hannaðir fyrir flóð sem fer á allt að 200 kílómetra hraða Tómas Jóhannesson, fagstjóri ofanflóðavarna á Veðurstofu Íslands, segir að hraði snjóflóðsins úr Skollahvilft á Flateyri á þriðjudagskvöld sé væntanlega meginskýringin á því að það flæddi yfir varnargarðana fyrir ofan bæinn. 16. janúar 2020 14:30 Mest lesið Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Innlent Fleiri fréttir Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Sjá meira
Kisurnar í Ólafstúni 14 heilar á húfi Eyþór Jóvinsson, íbúi á Flateyri og eigandi bókabúðarinnar í bænum, birti fallega mynd af sér á Facebook-síðu bókabúðarinnar í dag þar sem hann heldur á öðrum heimiliskettinum í Ólafstúni 14 sem varð fyrir snjóflóðinu sem féll á þriðjudagskvöld. 17. janúar 2020 12:15
Drónamyndir frá Flateyri sýna eyðilegginguna í höfninni Líkt og komið hefur fram varð gríðarlegt tjón í höfninni við Flateyri eftir að annað af tveimur snjóflóðum sem féll við bæinn á þriðjudaginn fór í höfnina. 16. janúar 2020 21:10
Varnargarðarnir á Flateyri ekki hannaðir fyrir flóð sem fer á allt að 200 kílómetra hraða Tómas Jóhannesson, fagstjóri ofanflóðavarna á Veðurstofu Íslands, segir að hraði snjóflóðsins úr Skollahvilft á Flateyri á þriðjudagskvöld sé væntanlega meginskýringin á því að það flæddi yfir varnargarðana fyrir ofan bæinn. 16. janúar 2020 14:30