Fótbolti

Brescia staðfestir komu Birkis

Anton Ingi Leifsson skrifar
Birkir Bjarnason í landsleik.
Birkir Bjarnason í landsleik. vísir/getty

Ítalska úrvalsdeildarfélagið Brescia hefur staðfest komu Birkis Bjarnasonar en þetta var tilkynnt nú í morgun.Samningur Birkis er til átján mánaða og rennur því út sumarið 2021 en hann var síðast á mála hjá Al Arabi.Fréttir bárust af því í gær að Birkir væri á leið til Brescia en forsetinn vildi ekki kynna hann til leiks í gær og hafði sínar ástæður fyrir því.Birkir æfði í fyrsta sinn með liðsfélögum sínum í morgun en Brescia spilar við Cagliari á heimavelli á morgun.Birkir hefur áður leikið á Ítalíu en hann hefur leikið með Pescara og Sampdoria.Liðið er í 19. sæti deildarinnar með 14 stig, þremur stigum frá öruggu sæti í deildinni.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.