Enski boltinn

Rashford ekki með United á liðshótelinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rashford meiddist í bikarleik gegn Wolves
Rashford meiddist í bikarleik gegn Wolves vísir/getty

Mikil óvissa ríkir um þátttöku Marcus Rashford í leik Manchester United og Liverpool á Anfield á morgun.

Rashford meiddist í leik United og Wolves í ensku bikarkeppninni á miðvikudaginn.

Rashford var ekki meðal þeirra leikmanna United sem mættu á Lowry-hótelið í kvöld.

Ekki er þó loku skotið fyrir það að enski landsliðsmaðurinn verði með United á morgun en það kemur betur í ljós þegar nær dregur leik.

Rashford er markahæsti leikmaður United á tímabilinu með 19 mörk í öllum keppnum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.