Enski boltinn

Sol­skjær segir að 30 ára bið Liver­pool sé lexía fyrir Manchester United

Anton Ingi Leifsson skrifar
Solskjær á fréttamannafundinum í gær.
Solskjær á fréttamannafundinum í gær. vísir/getty

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segir að 30 ára bið Liverpool eftir enska deildarmeistaratitlinum ætti að vera lexía fyrir leikmenn United.

Allar líkur eru á því að Jurgen Klopp og lærisveinar hans í Liverpool vinni fyrsta enska meistaratitil í sögu félagsins síðan það stóð uppi með gullið 1990.

Liverpool er með fjórtán stiga forskot á toppi deildarinnar og á leik til góða en Liverpool og United mætast einmitt um helgina.„Þetta er ástæðan fyrir því að leikmennirnir leggja hart að sér svo þetta gerist ekki og þetta ætti að vera lexía fyrir okkur,“ sagði Solskjær á blaðamannafundi i gær.

Síðasti Englandsmeistaratitill United kom árið 2013 en Solskjær hefur trú á verkefninu.

„Þeir hafa verið nálægt því nokkrum sinnum en við getum ekki farið í gegnum 24 ár án þess að vinna deildina. Ég er viss um að það gerist ekki. Þetta mun taka tíma en við munum komast þangað.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.