Verða af miklum tekjum vegna áhorfendabanns: „Höfum miklar áhyggjur af rekstrinum ef þetta er komið til að vera“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. ágúst 2020 19:00 Margir af stærstu leikjum fótboltasumarsins eru framundan. vísir/bára Félögin á Íslandi verða af miklum tekjum við það að mega ekki hafa áhorfendur á leikjum hjá sér. Þetta segir Haraldur Haraldsson formaður Íslensks toppfótbolta. „Þetta er mikið högg en félögin eru fyrst og fremst þakklát að fá að spila fótbolta aftur og fá þessa undanþágu sem nær til þeirra. En við fengum á okkur þungt högg í vor og gripum til mikilla ráðstafana. Nú fáum við annað högg á okkur með að spila næstu umferðir sem eru framundan án áhorfenda. Það er dálítið mikið tjón fyrir okkur,“ sagði Haraldur í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum á Stöð 2. Margir af stærstu leikjum sumarsins eru á næstu vikum, leikir sem skila alla jafna miklu í kassann fyrir félögin. „Þetta eru 3-4 af stærstu leikjum sumarsins; KR-FH, KR-Valur, FH-Stjarnan og Víkingur-Breiðablik. Þetta eru leikir sem væru að öllu jöfnu að skila félögum hátt í þremur milljónum,“ sagði Haraldur. „Við höfum miklar áhyggjur af rekstrinum framundan ef þetta er komið til með að vera. En vonandi verða þetta ekki mikið meira en tvær vikur. Það eru landsleikir framundan og þá verður hlé á deildinni og það vinnur aðeins með okkur.“ Allt hundrað manna samkomur eru leyfðar á Íslandi. Haraldur segir að það hefði skipt félögin all nokkru að mega vera með áhorfendur á leikjum, þótt fáir væru. „Það hefði breytt heilmiklu. Félögin eru með 100-400 ársmiða sem þau eru búin að selja. Þetta fólk fær ekki að koma á völlinn þótt það sé búið að borga fyrir leikina. Það hefði skipt miklu að koma þessu fólki að,“ sagði Haraldur og bætti við að ársmiðahafar hefðu ekki beðið um endurgreiðslu á leiki sem þeir geta ekki sótt. „Nei, ég held að í grunninn séu þetta gallharðir félagsmenn sem standa með félaginu sínu í gegnum súrt og sætt.“ Haraldur segir að rekstur félaganna á Íslandi hafi gengið bærilega eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á. Það megi þó lítið út af bera. „Þetta hefur gengið betur en ég átti von á. Þetta var samstillt átak. En það sem var lagt upp með í vor var að geta spilað þessa leiki á eðlilegan máta,“ sagði Haraldur og benti á að hans félag, Víkingur, hefði orðið af tólf milljónum króna þegar blása þurfti Arion-mótið af. Haraldur segir ríki og sveitarfélög þurfi að rétta íþróttafélögunum hjálparhönd í þessu árferði. „Framlag ríkisins inn í íþróttahreyfinguna sem kom í vor, það er búið að loka á það. Þetta er samtal sem við þurfum að eiga við yfirvöld. Það er ljóst að íþróttafélögin þurfa meiri aðstoð,“ sagði Haraldur að lokum. Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn - Áhorfendabannið setur strik í reikning félaganna Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Fleiri fréttir Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjá meira
Félögin á Íslandi verða af miklum tekjum við það að mega ekki hafa áhorfendur á leikjum hjá sér. Þetta segir Haraldur Haraldsson formaður Íslensks toppfótbolta. „Þetta er mikið högg en félögin eru fyrst og fremst þakklát að fá að spila fótbolta aftur og fá þessa undanþágu sem nær til þeirra. En við fengum á okkur þungt högg í vor og gripum til mikilla ráðstafana. Nú fáum við annað högg á okkur með að spila næstu umferðir sem eru framundan án áhorfenda. Það er dálítið mikið tjón fyrir okkur,“ sagði Haraldur í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum á Stöð 2. Margir af stærstu leikjum sumarsins eru á næstu vikum, leikir sem skila alla jafna miklu í kassann fyrir félögin. „Þetta eru 3-4 af stærstu leikjum sumarsins; KR-FH, KR-Valur, FH-Stjarnan og Víkingur-Breiðablik. Þetta eru leikir sem væru að öllu jöfnu að skila félögum hátt í þremur milljónum,“ sagði Haraldur. „Við höfum miklar áhyggjur af rekstrinum framundan ef þetta er komið til með að vera. En vonandi verða þetta ekki mikið meira en tvær vikur. Það eru landsleikir framundan og þá verður hlé á deildinni og það vinnur aðeins með okkur.“ Allt hundrað manna samkomur eru leyfðar á Íslandi. Haraldur segir að það hefði skipt félögin all nokkru að mega vera með áhorfendur á leikjum, þótt fáir væru. „Það hefði breytt heilmiklu. Félögin eru með 100-400 ársmiða sem þau eru búin að selja. Þetta fólk fær ekki að koma á völlinn þótt það sé búið að borga fyrir leikina. Það hefði skipt miklu að koma þessu fólki að,“ sagði Haraldur og bætti við að ársmiðahafar hefðu ekki beðið um endurgreiðslu á leiki sem þeir geta ekki sótt. „Nei, ég held að í grunninn séu þetta gallharðir félagsmenn sem standa með félaginu sínu í gegnum súrt og sætt.“ Haraldur segir að rekstur félaganna á Íslandi hafi gengið bærilega eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á. Það megi þó lítið út af bera. „Þetta hefur gengið betur en ég átti von á. Þetta var samstillt átak. En það sem var lagt upp með í vor var að geta spilað þessa leiki á eðlilegan máta,“ sagði Haraldur og benti á að hans félag, Víkingur, hefði orðið af tólf milljónum króna þegar blása þurfti Arion-mótið af. Haraldur segir ríki og sveitarfélög þurfi að rétta íþróttafélögunum hjálparhönd í þessu árferði. „Framlag ríkisins inn í íþróttahreyfinguna sem kom í vor, það er búið að loka á það. Þetta er samtal sem við þurfum að eiga við yfirvöld. Það er ljóst að íþróttafélögin þurfa meiri aðstoð,“ sagði Haraldur að lokum. Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn - Áhorfendabannið setur strik í reikning félaganna
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Fleiri fréttir Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki