Bayern liðið tapar alltaf fyrir framtíðar meisturunum í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2020 15:20 Manuel Neuer nær ekki að stoppa Sadio Mane hjá Liverpool í sigri Liverpool á Bayern í fyrra. Getty/Lars Baron Barcelona tryggir sér ekki aðeins sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar takist liðinu að vinna Bayern München í átta liða úrslitum keppninnar í kvöld því sagan væri þá líka með spænska stórliðinu. Leikur Barcelona og Bayern München er án efa stórleikur átta liða úrslitanna enda tvö frábær lið sem hafa alla burði til að fara alla leið og vinna Meistaradeildina í ár. Bæði hafa líka þurft að bíða aðeins eftir því að vinna Meistaradeildina, Barcelona frá árinu 2015 en Bayern München frá 2013, þrátt fyrir að vera með mjög öflug lið flest árin. Það er hins vegar ein staðreynd sem vekur athygli varðandi gengi Bayern München í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar undanfarin ár eins og sjá má hér fyrir neðan. 2017: Real Madrid (QF) 2018: Real Madrid (SF) 2019: Liverpool (RO16) When Bayern lose, it's to the future Champions League winners pic.twitter.com/HrOQCrxyVL— B/R Football (@brfootball) August 14, 2020 Það lið sem hefur slegið út Bayern München undanfarin þrjú tímabil hefur farið alla leið og unnið Meistaradeildina. Það gerði Liverpool í sextán liða úrslitunum -í fyrra og það gerði einnig Real Madrid bæði 2017 og 2018. Síðasta lið til að vinna Meistaradeildina án þess að slá út Bayern München var lið Real Madrid tímabilið 2015-16. Bayern datt þá út á móti nágrönnum Real í Atlético Madrid í undanúrslitunum. Þegar Barcelona vann Meistaradeildina síðast vorið 2015 þá sló Barcelona einmitt lið Bayern München út í undanúrslitunum, 5-3 samanlagt. Real Madrid sló líka Bayern München út í undanúrslitunum vorið 2014 og fór svo og vann titilinn. Þetta þýðir á síðustu sex Meistaradeildartímabilum, eða síðan að Bayern liðið vann Meistaradeildina síðast, hafa fimm lið, sem hafa slegið út Bayern, farið alla leið og fagnað sigri í Meistaradeildinni eða Liverpool (2019), Real Madrid (2014, 2017, 2918) og Barcelona (2015). Leikur Bayern München og Barcelona hefst 19.00 klukkan í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18.30 á Stöð 2 Sport 2 og leikurinn verður gerður upp strax á eftir á sömu stöð. Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Sjá meira
Barcelona tryggir sér ekki aðeins sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar takist liðinu að vinna Bayern München í átta liða úrslitum keppninnar í kvöld því sagan væri þá líka með spænska stórliðinu. Leikur Barcelona og Bayern München er án efa stórleikur átta liða úrslitanna enda tvö frábær lið sem hafa alla burði til að fara alla leið og vinna Meistaradeildina í ár. Bæði hafa líka þurft að bíða aðeins eftir því að vinna Meistaradeildina, Barcelona frá árinu 2015 en Bayern München frá 2013, þrátt fyrir að vera með mjög öflug lið flest árin. Það er hins vegar ein staðreynd sem vekur athygli varðandi gengi Bayern München í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar undanfarin ár eins og sjá má hér fyrir neðan. 2017: Real Madrid (QF) 2018: Real Madrid (SF) 2019: Liverpool (RO16) When Bayern lose, it's to the future Champions League winners pic.twitter.com/HrOQCrxyVL— B/R Football (@brfootball) August 14, 2020 Það lið sem hefur slegið út Bayern München undanfarin þrjú tímabil hefur farið alla leið og unnið Meistaradeildina. Það gerði Liverpool í sextán liða úrslitunum -í fyrra og það gerði einnig Real Madrid bæði 2017 og 2018. Síðasta lið til að vinna Meistaradeildina án þess að slá út Bayern München var lið Real Madrid tímabilið 2015-16. Bayern datt þá út á móti nágrönnum Real í Atlético Madrid í undanúrslitunum. Þegar Barcelona vann Meistaradeildina síðast vorið 2015 þá sló Barcelona einmitt lið Bayern München út í undanúrslitunum, 5-3 samanlagt. Real Madrid sló líka Bayern München út í undanúrslitunum vorið 2014 og fór svo og vann titilinn. Þetta þýðir á síðustu sex Meistaradeildartímabilum, eða síðan að Bayern liðið vann Meistaradeildina síðast, hafa fimm lið, sem hafa slegið út Bayern, farið alla leið og fagnað sigri í Meistaradeildinni eða Liverpool (2019), Real Madrid (2014, 2017, 2918) og Barcelona (2015). Leikur Bayern München og Barcelona hefst 19.00 klukkan í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18.30 á Stöð 2 Sport 2 og leikurinn verður gerður upp strax á eftir á sömu stöð.
Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Sjá meira