Gylfi fékk falleinkunn fyrir frammistöðuna í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. janúar 2020 16:30 Gylfi Þór Sigurðsson var enn á ný tekinn fyrir hjá blaðamanni Liverpool Echo. Getty/ Chris Brunskill Gylfi Þór Sigurðsson fékk góða dóma fyrir spilamennsku sína í fyrstu tveimur leikjum Everton undir stjórn Carlo Ancelotti en blaðamaður staðarblaðsins í Liverpool tók hann fyrir eftir tapleikinn á móti Manchester City. Gylfi fékk aðeins fjóra í einkunn fyrir frammistöðu sína og var eini leikmaður liðsins sem fékk falleinkunn, það er einkunn undir fimm. Jordan Pickford, Yerry Mina, Lucas Digne, Djibril Sidibe, Fabian Delph, Tom Davies og Dominic Calvert-Lewin fengu allir fimm í einkunn en Seamus Coleman, Mason Holgate og Richarlison voru hæstir með sex. Everton player ratings vs Manchester City as Gylfi Sigurdsson struggles in defeat - https://t.co/0AM1kBhLk3#EvertonFC#EFCpic.twitter.com/M9NFgFwpMv— Toffee News (@TOFnews) January 1, 2020 Blaðaamaður Liverpool Echo rökstyður einkunn sína. „Fékk ekki nógu mikið boltann til að geta haft áhrif á leikinn. Var of oft út úr stöðu í seinni hálfleiknum og gaf um leið Manchester City tækifæri til að ráðast á Everton vörnina og komast í framhaldinu tveimur mörkum yfir. Var tekinn af velli snemma í seinni hálfleik fyrir Theo Walcott,“ segir í frammistöðu mati Gylfa en Theo Walcott fékk síðan fimm í einkunn eða einum hærra en okkar maður. Gylfi átti að byrja á miðjunni eins og í sigurleikjunum á móti Burnley og Newcastle United en það breyttist þegar Brasilíumaðurinn Bernard meiddist í upphitun. Við það kallaði Ancelotti á Tom Davies en færði Gylfa þess í stað framar á völlinn og upp í holuna sem hefur jafnframt verið hans besta staða. Everton átti hins vegar ekki nógu mörg svör á móti Manchester City til að ná einhverjum tökum á miðjunni og fyrir vikið gekk Gylfa illa að komast inn í leikinn. Samkvæmt tölfræði Whoscored.com þá heppnuðust 20 af 22 sendingum Gylfa í leiknum (91%) en hann átti ekki eina sendingu sem skapaði færi fyrir liðsfélagana. Gylfi náði heldur ekki skoti í leiknum. Á þessu sést að Gylfa gekk mun betur inn á miðjunni heldur en framarlega á miðjunni. Það er spurning hvað Carlo Ancelotti gerir í framhaldinu. Everton verdict - Carlo Ancelotti reminded of need for midfield upgrade as Gylfi Sigurdsson decision nears | Liverpool Echo https://t.co/yRxpHIeFca— Toffees Addict (@ToffeesAddict) January 1, 2020 Enski boltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson fékk góða dóma fyrir spilamennsku sína í fyrstu tveimur leikjum Everton undir stjórn Carlo Ancelotti en blaðamaður staðarblaðsins í Liverpool tók hann fyrir eftir tapleikinn á móti Manchester City. Gylfi fékk aðeins fjóra í einkunn fyrir frammistöðu sína og var eini leikmaður liðsins sem fékk falleinkunn, það er einkunn undir fimm. Jordan Pickford, Yerry Mina, Lucas Digne, Djibril Sidibe, Fabian Delph, Tom Davies og Dominic Calvert-Lewin fengu allir fimm í einkunn en Seamus Coleman, Mason Holgate og Richarlison voru hæstir með sex. Everton player ratings vs Manchester City as Gylfi Sigurdsson struggles in defeat - https://t.co/0AM1kBhLk3#EvertonFC#EFCpic.twitter.com/M9NFgFwpMv— Toffee News (@TOFnews) January 1, 2020 Blaðaamaður Liverpool Echo rökstyður einkunn sína. „Fékk ekki nógu mikið boltann til að geta haft áhrif á leikinn. Var of oft út úr stöðu í seinni hálfleiknum og gaf um leið Manchester City tækifæri til að ráðast á Everton vörnina og komast í framhaldinu tveimur mörkum yfir. Var tekinn af velli snemma í seinni hálfleik fyrir Theo Walcott,“ segir í frammistöðu mati Gylfa en Theo Walcott fékk síðan fimm í einkunn eða einum hærra en okkar maður. Gylfi átti að byrja á miðjunni eins og í sigurleikjunum á móti Burnley og Newcastle United en það breyttist þegar Brasilíumaðurinn Bernard meiddist í upphitun. Við það kallaði Ancelotti á Tom Davies en færði Gylfa þess í stað framar á völlinn og upp í holuna sem hefur jafnframt verið hans besta staða. Everton átti hins vegar ekki nógu mörg svör á móti Manchester City til að ná einhverjum tökum á miðjunni og fyrir vikið gekk Gylfa illa að komast inn í leikinn. Samkvæmt tölfræði Whoscored.com þá heppnuðust 20 af 22 sendingum Gylfa í leiknum (91%) en hann átti ekki eina sendingu sem skapaði færi fyrir liðsfélagana. Gylfi náði heldur ekki skoti í leiknum. Á þessu sést að Gylfa gekk mun betur inn á miðjunni heldur en framarlega á miðjunni. Það er spurning hvað Carlo Ancelotti gerir í framhaldinu. Everton verdict - Carlo Ancelotti reminded of need for midfield upgrade as Gylfi Sigurdsson decision nears | Liverpool Echo https://t.co/yRxpHIeFca— Toffees Addict (@ToffeesAddict) January 1, 2020
Enski boltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Sjá meira