Enski boltinn

Klopp talaði við Minamino á þýsku: Fyrsti dagurinn hjá Japananum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Takumi Minamino á fyrstu æfingunni með Liverpool.
Takumi Minamino á fyrstu æfingunni með Liverpool. Mynd/Twitter/@LFC

Liverpool sér til þess að það sé hægt að fylgjast vel með japanska knattspyrnumanninum Takumi Minamino á samfélagsmiðlum félagsins. Mikill áhugi er á komu hans til Liverpool í heimalandi hans sem og í nágrannalöndunum í Asíu.

Liverpool gekk frá kaupunum á Takumi Minamino frá Red Bull Salzburg fyrir áramót og hann varð formlega leikmaður enska félagsins 1. janúar 2020.



Liverpool sýndi myndband á Youtube-síðu sinni þar sem sjá má fyrsta dag Takumi Minamino á æfingasvæði Liverpool.

Takumi Minamino hittir þar bæði leikmenn og starfsmenn félagsins en það er Sadio Mané sem er fyrstur leikmanna til að taka á móti honum.



Það sést líka þegar Takumi Minamino hittir Jürgen Klopp og það vekur athygli að þeir tala síðan saman á þýsku.

Klopp er náttúrulega Þjóðverji en Takumi Minamino hefur spilað í Austurríki undanfarin fjögur ár og hefur því fengið góðan tíma til að læra þýskuna.

Það er einnig fylgst með fyrstu æfingunni hjá Japananum en það var frekar kuldalegt á Melwood æfingasvæðinu á hans fyrstu æfingu.

Hér fyrir neðan má sjá þennan fyrsta dag Takumi Minamino sem leikmanns Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×