Liverpool endurtók afrek Eiðs Smára og félaga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2020 12:00 Sadio Mané, Eiður Smári Guðjohnsen og Patrick Vieira hafa allir leikið heilt ár með liðum sínum í ensku úrvalsdeildinni án þess að tapa. Samsett/Getty 3. janúar 2019. Í dag er liðið nákvæmlega eitt ár frá því að Liverpool tapaði síðast leik í ensku úrvalsdeildinni. Það gerist ekki á hverjum degi að lið fer í gegn 365 daga í þessari erfiðu deild án þess að tapa leik því Liverpool er aðeins þriðja liðið sem afrekar slíkt. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, er þar kominn í hóp með þeim Arsene Wenger og Jose Mourinho. Liverpool lék í gærkvöldi 37. deildarleikinn í röð án þess að tapa en liðið hefur náð í 58 af 60 stigum í boði á þessu tímabili. Tapið á móti Manchester City var á Ethiad leikvanginum 3. janúar í fyrra en City vann leikinn 2-1 þökk sé mörkum frá Sergio Agüero og Leroy Sané. Roberto Firmino hafði jafnaði metin á 64. mínútu en Sané skoraði sigurmarkið átta mínútum síðar. Liverpool are only the third Premier League team in history to go a year unbeaten. Pick your Premier League 'unbeatables' XIhttps://t.co/rBNOqnB1Xvpic.twitter.com/TmR95srE00— BBC Sport (@BBCSport) January 3, 2020 Eiður Smári Guðjohnsen var í síðasta liðinu sem afrekaði það að spila heilt ár í ensku úrvalsdeildinni án þess að tapa leik. Eiður Smári og félagar í Chelsea léku 40 deildarleiki í röð án þess að tapa frá október 2004 til nóvember 2005. Knattspyrnustjóri liðsins þá var Portúgalinn Jose Mourinho. Chelsea þurfti á endanum að sætta sig við tap á móti Manchester United 6. nóvember 2005 en United vann 1-0 á Old Trafford þökk sé sigurmarki Darren Fletcher á 31. mínútu. Chelsea hafði þá ekki tapað leik síðan liðið lá 1-0 á móti Manchester City á útivelli 16. október 2004. Nicolas Anelka skoraði þá sigurmark City úr vítaspyrnu á 11. mínútu. Fyrsta liðið til að spila heilt ár án þess að tapa eru methafarnir í Arsenal. Arsenal liðið frá 2003-04 er eina liðið sem lék heilt tímabil í ensku úrvalsdeildinni án þess að tapa. Tímabili 2003-04 spilaði Arsemal 38 leiki, fagnaði sigri í 26 þeirra og gerði 12 jafntefli. Arsenal lék alls 49 deildarleiki í röð án þess að tapa sem er ekki aðeins met í ensku úrvalsdeildinni heldur einnig í efstu deild á Englandi. Gamla metið var frá því þegar Nottinghan Forrest lék 42 leiki í röð án þess að tapa undir stjórn Brian Clough undir lok áttunda áratugsins. Arsenal þurfti á endanum að sætta sig við tap á móti Manchester United á Old Trafford 24. október 2004 þökk sé mörkum frá Ruud van Nistelrooy og Wayne Rooney. Arsenal hafði þá ekki tapað leik síðan liðið lá 3-2 á móti Leeds United á Highbury 4. maí 2003. Ástralinn Mark Viduka skoraði þá sigurmarkið á 88. mínútu en Arsenal hafði tvisvar jafnað metin í leiknum. Enski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sjá meira
3. janúar 2019. Í dag er liðið nákvæmlega eitt ár frá því að Liverpool tapaði síðast leik í ensku úrvalsdeildinni. Það gerist ekki á hverjum degi að lið fer í gegn 365 daga í þessari erfiðu deild án þess að tapa leik því Liverpool er aðeins þriðja liðið sem afrekar slíkt. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, er þar kominn í hóp með þeim Arsene Wenger og Jose Mourinho. Liverpool lék í gærkvöldi 37. deildarleikinn í röð án þess að tapa en liðið hefur náð í 58 af 60 stigum í boði á þessu tímabili. Tapið á móti Manchester City var á Ethiad leikvanginum 3. janúar í fyrra en City vann leikinn 2-1 þökk sé mörkum frá Sergio Agüero og Leroy Sané. Roberto Firmino hafði jafnaði metin á 64. mínútu en Sané skoraði sigurmarkið átta mínútum síðar. Liverpool are only the third Premier League team in history to go a year unbeaten. Pick your Premier League 'unbeatables' XIhttps://t.co/rBNOqnB1Xvpic.twitter.com/TmR95srE00— BBC Sport (@BBCSport) January 3, 2020 Eiður Smári Guðjohnsen var í síðasta liðinu sem afrekaði það að spila heilt ár í ensku úrvalsdeildinni án þess að tapa leik. Eiður Smári og félagar í Chelsea léku 40 deildarleiki í röð án þess að tapa frá október 2004 til nóvember 2005. Knattspyrnustjóri liðsins þá var Portúgalinn Jose Mourinho. Chelsea þurfti á endanum að sætta sig við tap á móti Manchester United 6. nóvember 2005 en United vann 1-0 á Old Trafford þökk sé sigurmarki Darren Fletcher á 31. mínútu. Chelsea hafði þá ekki tapað leik síðan liðið lá 1-0 á móti Manchester City á útivelli 16. október 2004. Nicolas Anelka skoraði þá sigurmark City úr vítaspyrnu á 11. mínútu. Fyrsta liðið til að spila heilt ár án þess að tapa eru methafarnir í Arsenal. Arsenal liðið frá 2003-04 er eina liðið sem lék heilt tímabil í ensku úrvalsdeildinni án þess að tapa. Tímabili 2003-04 spilaði Arsemal 38 leiki, fagnaði sigri í 26 þeirra og gerði 12 jafntefli. Arsenal lék alls 49 deildarleiki í röð án þess að tapa sem er ekki aðeins met í ensku úrvalsdeildinni heldur einnig í efstu deild á Englandi. Gamla metið var frá því þegar Nottinghan Forrest lék 42 leiki í röð án þess að tapa undir stjórn Brian Clough undir lok áttunda áratugsins. Arsenal þurfti á endanum að sætta sig við tap á móti Manchester United á Old Trafford 24. október 2004 þökk sé mörkum frá Ruud van Nistelrooy og Wayne Rooney. Arsenal hafði þá ekki tapað leik síðan liðið lá 3-2 á móti Leeds United á Highbury 4. maí 2003. Ástralinn Mark Viduka skoraði þá sigurmarkið á 88. mínútu en Arsenal hafði tvisvar jafnað metin í leiknum.
Enski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sjá meira