Þúsundir flýja heimili sín vegna gróðureldanna í Ástralíu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. janúar 2020 10:15 Ástralski sjóherinn flutti í morgun um það bil þúsund ferðamenn og íbúa á brott frá strandbænum Mallacoota í Viktoríuríki. Hér sést fólk fara um borð í herskipið. vísir/ap Ástralski sjóherinn flutti í morgun um það bil þúsund ferðamenn og íbúa á brott frá strandbænum Mallacoota í Viktoríuríki en gróðureldar þjarma nú að bænum. Fólkið var flutt um borð í tvö herskip og bíða fleiri flutnings á ströndinni. Allir vegir sem liggja að Mallacoota eru ófærir vegna eldanna sem brenna umhverfis bæinn og vegna mikils reykjarmökks er hægara sagt en gert að beita þyrlum við björgunarstörfin. Þúsundir hafa einnig flúið Nýju Suður-Wales þar sem ástandið er einna verst en alls hafa að minnsta kosti 20 manns farist í hamförunum síðan eldarnir hófust í september síðastliðnum. Þá hafa eldarnir eyðilagt meira en 1300 heimili. Aðrir íbúar Viktoríuríkis hafa verið hvattir til þess af yfirvöldum að yfirgefa heimili sín, annað hvort í rútu eða á sínum eigin bíl en fylgja þá bílalest. „Þú færð engin atkvæði hér“ Stjórnvöld í Ástralíu hafa sætt mikilli gagnrýni fyrir það hvernig brugðist hefur verið við kjarr- og skógareldunum og hefur spjótunum ekki hvað síst verið beint að forsætisráðherranum, Scott Morrison. Þannig létu reiðir íbúar bæjarins Cobargo í Ástralíu, sem varð illa úti í eldunum, Morrison heyra það þegar hann heimsótti bæinn í vikunni til þess að sýna bæjarbúum og slökkviliðsmönnum stuðning. „Af hverju voru bara fjórir slökkvibílar til þess að verja bæinn okkar? Vegna þess að við eigum ekki mikla peninga en við erum með harta úr gulli, forsætisráðherra,“ sagði ein kona. Aðrir kölluðu hann illum nöfnum og sögðu hann ekki velkominn. „Þú færð engin atkvæði hér,“ voru skilaboðum frá einum íbúa. Segist hafa reynt að bjóða stuðning og huggun Morrison var í viðtali í ástralska sjónvarpsþættinum A Current Affair í morgun og var þar meðal annars spurður út í móttökurnar í Cabargo. Forsætisráðherrann svaraði því til að íbúum á svæðum gróðureldanna liði mjög illa. Hann hefði heimsótt mörg þessara svæða og reynt að bjóða fram stuðning og huggun. Því boði hans væri tekið á mismunandi vegu. Þetta ætti einnig við í Cabargo en Morrison kvaðst reyna að taka þessu ekki persónulega og að hann hefði í góðri trú reynt að bjóða stuðning og huggun. Þá sagði Morrison að sumir hefðu tekið honum verr en aðrir. „Og ég skil það. Þetta er tilfinningaþrunginn tími. Þú reynir í góðri trú og með góðan vilja,“ sagði Morrison. Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Tengdar fréttir Reiðir íbúar helltu sér yfir forsætisráðherra Ástralíu Reiðir íbúar bæjarins Cobargo í Ástralíu sem varð illa út úr skógar- og kjarreldum sem þar geisu helltu sér yfir Scott Morrisson, forsætisráðherra Ástralíu, er hann heimsótti bæinn til að sýna bæjarbúum og slökkviliðsmönnum stuðning. 2. janúar 2020 15:16 Íbúar orðnir þreyttir á langvarandi hamförum Mannskæðir skógareldar geisa enn í Ástralíu. Átján hafa farist síðan í september og í vikunni bættust sautján við í hóp þeirra sem er saknað. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Nýja-Suður Wales. Íslendingur, búsettur á svæðinu, segir fólk orðið þreytt á ástandinu. 2. janúar 2020 19:00 Aska frá áströlsku kjarreldunum þekur nýsjálenska jökla Sérfræðingur áætlar að öskulagið gæti aukið sumarbráðnun jökla um allt að þriðjung. 2. janúar 2020 10:15 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Ástralski sjóherinn flutti í morgun um það bil þúsund ferðamenn og íbúa á brott frá strandbænum Mallacoota í Viktoríuríki en gróðureldar þjarma nú að bænum. Fólkið var flutt um borð í tvö herskip og bíða fleiri flutnings á ströndinni. Allir vegir sem liggja að Mallacoota eru ófærir vegna eldanna sem brenna umhverfis bæinn og vegna mikils reykjarmökks er hægara sagt en gert að beita þyrlum við björgunarstörfin. Þúsundir hafa einnig flúið Nýju Suður-Wales þar sem ástandið er einna verst en alls hafa að minnsta kosti 20 manns farist í hamförunum síðan eldarnir hófust í september síðastliðnum. Þá hafa eldarnir eyðilagt meira en 1300 heimili. Aðrir íbúar Viktoríuríkis hafa verið hvattir til þess af yfirvöldum að yfirgefa heimili sín, annað hvort í rútu eða á sínum eigin bíl en fylgja þá bílalest. „Þú færð engin atkvæði hér“ Stjórnvöld í Ástralíu hafa sætt mikilli gagnrýni fyrir það hvernig brugðist hefur verið við kjarr- og skógareldunum og hefur spjótunum ekki hvað síst verið beint að forsætisráðherranum, Scott Morrison. Þannig létu reiðir íbúar bæjarins Cobargo í Ástralíu, sem varð illa úti í eldunum, Morrison heyra það þegar hann heimsótti bæinn í vikunni til þess að sýna bæjarbúum og slökkviliðsmönnum stuðning. „Af hverju voru bara fjórir slökkvibílar til þess að verja bæinn okkar? Vegna þess að við eigum ekki mikla peninga en við erum með harta úr gulli, forsætisráðherra,“ sagði ein kona. Aðrir kölluðu hann illum nöfnum og sögðu hann ekki velkominn. „Þú færð engin atkvæði hér,“ voru skilaboðum frá einum íbúa. Segist hafa reynt að bjóða stuðning og huggun Morrison var í viðtali í ástralska sjónvarpsþættinum A Current Affair í morgun og var þar meðal annars spurður út í móttökurnar í Cabargo. Forsætisráðherrann svaraði því til að íbúum á svæðum gróðureldanna liði mjög illa. Hann hefði heimsótt mörg þessara svæða og reynt að bjóða fram stuðning og huggun. Því boði hans væri tekið á mismunandi vegu. Þetta ætti einnig við í Cabargo en Morrison kvaðst reyna að taka þessu ekki persónulega og að hann hefði í góðri trú reynt að bjóða stuðning og huggun. Þá sagði Morrison að sumir hefðu tekið honum verr en aðrir. „Og ég skil það. Þetta er tilfinningaþrunginn tími. Þú reynir í góðri trú og með góðan vilja,“ sagði Morrison.
Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Tengdar fréttir Reiðir íbúar helltu sér yfir forsætisráðherra Ástralíu Reiðir íbúar bæjarins Cobargo í Ástralíu sem varð illa út úr skógar- og kjarreldum sem þar geisu helltu sér yfir Scott Morrisson, forsætisráðherra Ástralíu, er hann heimsótti bæinn til að sýna bæjarbúum og slökkviliðsmönnum stuðning. 2. janúar 2020 15:16 Íbúar orðnir þreyttir á langvarandi hamförum Mannskæðir skógareldar geisa enn í Ástralíu. Átján hafa farist síðan í september og í vikunni bættust sautján við í hóp þeirra sem er saknað. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Nýja-Suður Wales. Íslendingur, búsettur á svæðinu, segir fólk orðið þreytt á ástandinu. 2. janúar 2020 19:00 Aska frá áströlsku kjarreldunum þekur nýsjálenska jökla Sérfræðingur áætlar að öskulagið gæti aukið sumarbráðnun jökla um allt að þriðjung. 2. janúar 2020 10:15 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Reiðir íbúar helltu sér yfir forsætisráðherra Ástralíu Reiðir íbúar bæjarins Cobargo í Ástralíu sem varð illa út úr skógar- og kjarreldum sem þar geisu helltu sér yfir Scott Morrisson, forsætisráðherra Ástralíu, er hann heimsótti bæinn til að sýna bæjarbúum og slökkviliðsmönnum stuðning. 2. janúar 2020 15:16
Íbúar orðnir þreyttir á langvarandi hamförum Mannskæðir skógareldar geisa enn í Ástralíu. Átján hafa farist síðan í september og í vikunni bættust sautján við í hóp þeirra sem er saknað. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Nýja-Suður Wales. Íslendingur, búsettur á svæðinu, segir fólk orðið þreytt á ástandinu. 2. janúar 2020 19:00
Aska frá áströlsku kjarreldunum þekur nýsjálenska jökla Sérfræðingur áætlar að öskulagið gæti aukið sumarbráðnun jökla um allt að þriðjung. 2. janúar 2020 10:15