Þúsundir flýja heimili sín vegna gróðureldanna í Ástralíu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. janúar 2020 10:15 Ástralski sjóherinn flutti í morgun um það bil þúsund ferðamenn og íbúa á brott frá strandbænum Mallacoota í Viktoríuríki. Hér sést fólk fara um borð í herskipið. vísir/ap Ástralski sjóherinn flutti í morgun um það bil þúsund ferðamenn og íbúa á brott frá strandbænum Mallacoota í Viktoríuríki en gróðureldar þjarma nú að bænum. Fólkið var flutt um borð í tvö herskip og bíða fleiri flutnings á ströndinni. Allir vegir sem liggja að Mallacoota eru ófærir vegna eldanna sem brenna umhverfis bæinn og vegna mikils reykjarmökks er hægara sagt en gert að beita þyrlum við björgunarstörfin. Þúsundir hafa einnig flúið Nýju Suður-Wales þar sem ástandið er einna verst en alls hafa að minnsta kosti 20 manns farist í hamförunum síðan eldarnir hófust í september síðastliðnum. Þá hafa eldarnir eyðilagt meira en 1300 heimili. Aðrir íbúar Viktoríuríkis hafa verið hvattir til þess af yfirvöldum að yfirgefa heimili sín, annað hvort í rútu eða á sínum eigin bíl en fylgja þá bílalest. „Þú færð engin atkvæði hér“ Stjórnvöld í Ástralíu hafa sætt mikilli gagnrýni fyrir það hvernig brugðist hefur verið við kjarr- og skógareldunum og hefur spjótunum ekki hvað síst verið beint að forsætisráðherranum, Scott Morrison. Þannig létu reiðir íbúar bæjarins Cobargo í Ástralíu, sem varð illa úti í eldunum, Morrison heyra það þegar hann heimsótti bæinn í vikunni til þess að sýna bæjarbúum og slökkviliðsmönnum stuðning. „Af hverju voru bara fjórir slökkvibílar til þess að verja bæinn okkar? Vegna þess að við eigum ekki mikla peninga en við erum með harta úr gulli, forsætisráðherra,“ sagði ein kona. Aðrir kölluðu hann illum nöfnum og sögðu hann ekki velkominn. „Þú færð engin atkvæði hér,“ voru skilaboðum frá einum íbúa. Segist hafa reynt að bjóða stuðning og huggun Morrison var í viðtali í ástralska sjónvarpsþættinum A Current Affair í morgun og var þar meðal annars spurður út í móttökurnar í Cabargo. Forsætisráðherrann svaraði því til að íbúum á svæðum gróðureldanna liði mjög illa. Hann hefði heimsótt mörg þessara svæða og reynt að bjóða fram stuðning og huggun. Því boði hans væri tekið á mismunandi vegu. Þetta ætti einnig við í Cabargo en Morrison kvaðst reyna að taka þessu ekki persónulega og að hann hefði í góðri trú reynt að bjóða stuðning og huggun. Þá sagði Morrison að sumir hefðu tekið honum verr en aðrir. „Og ég skil það. Þetta er tilfinningaþrunginn tími. Þú reynir í góðri trú og með góðan vilja,“ sagði Morrison. Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Tengdar fréttir Reiðir íbúar helltu sér yfir forsætisráðherra Ástralíu Reiðir íbúar bæjarins Cobargo í Ástralíu sem varð illa út úr skógar- og kjarreldum sem þar geisu helltu sér yfir Scott Morrisson, forsætisráðherra Ástralíu, er hann heimsótti bæinn til að sýna bæjarbúum og slökkviliðsmönnum stuðning. 2. janúar 2020 15:16 Íbúar orðnir þreyttir á langvarandi hamförum Mannskæðir skógareldar geisa enn í Ástralíu. Átján hafa farist síðan í september og í vikunni bættust sautján við í hóp þeirra sem er saknað. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Nýja-Suður Wales. Íslendingur, búsettur á svæðinu, segir fólk orðið þreytt á ástandinu. 2. janúar 2020 19:00 Aska frá áströlsku kjarreldunum þekur nýsjálenska jökla Sérfræðingur áætlar að öskulagið gæti aukið sumarbráðnun jökla um allt að þriðjung. 2. janúar 2020 10:15 Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Sjá meira
Ástralski sjóherinn flutti í morgun um það bil þúsund ferðamenn og íbúa á brott frá strandbænum Mallacoota í Viktoríuríki en gróðureldar þjarma nú að bænum. Fólkið var flutt um borð í tvö herskip og bíða fleiri flutnings á ströndinni. Allir vegir sem liggja að Mallacoota eru ófærir vegna eldanna sem brenna umhverfis bæinn og vegna mikils reykjarmökks er hægara sagt en gert að beita þyrlum við björgunarstörfin. Þúsundir hafa einnig flúið Nýju Suður-Wales þar sem ástandið er einna verst en alls hafa að minnsta kosti 20 manns farist í hamförunum síðan eldarnir hófust í september síðastliðnum. Þá hafa eldarnir eyðilagt meira en 1300 heimili. Aðrir íbúar Viktoríuríkis hafa verið hvattir til þess af yfirvöldum að yfirgefa heimili sín, annað hvort í rútu eða á sínum eigin bíl en fylgja þá bílalest. „Þú færð engin atkvæði hér“ Stjórnvöld í Ástralíu hafa sætt mikilli gagnrýni fyrir það hvernig brugðist hefur verið við kjarr- og skógareldunum og hefur spjótunum ekki hvað síst verið beint að forsætisráðherranum, Scott Morrison. Þannig létu reiðir íbúar bæjarins Cobargo í Ástralíu, sem varð illa úti í eldunum, Morrison heyra það þegar hann heimsótti bæinn í vikunni til þess að sýna bæjarbúum og slökkviliðsmönnum stuðning. „Af hverju voru bara fjórir slökkvibílar til þess að verja bæinn okkar? Vegna þess að við eigum ekki mikla peninga en við erum með harta úr gulli, forsætisráðherra,“ sagði ein kona. Aðrir kölluðu hann illum nöfnum og sögðu hann ekki velkominn. „Þú færð engin atkvæði hér,“ voru skilaboðum frá einum íbúa. Segist hafa reynt að bjóða stuðning og huggun Morrison var í viðtali í ástralska sjónvarpsþættinum A Current Affair í morgun og var þar meðal annars spurður út í móttökurnar í Cabargo. Forsætisráðherrann svaraði því til að íbúum á svæðum gróðureldanna liði mjög illa. Hann hefði heimsótt mörg þessara svæða og reynt að bjóða fram stuðning og huggun. Því boði hans væri tekið á mismunandi vegu. Þetta ætti einnig við í Cabargo en Morrison kvaðst reyna að taka þessu ekki persónulega og að hann hefði í góðri trú reynt að bjóða stuðning og huggun. Þá sagði Morrison að sumir hefðu tekið honum verr en aðrir. „Og ég skil það. Þetta er tilfinningaþrunginn tími. Þú reynir í góðri trú og með góðan vilja,“ sagði Morrison.
Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Tengdar fréttir Reiðir íbúar helltu sér yfir forsætisráðherra Ástralíu Reiðir íbúar bæjarins Cobargo í Ástralíu sem varð illa út úr skógar- og kjarreldum sem þar geisu helltu sér yfir Scott Morrisson, forsætisráðherra Ástralíu, er hann heimsótti bæinn til að sýna bæjarbúum og slökkviliðsmönnum stuðning. 2. janúar 2020 15:16 Íbúar orðnir þreyttir á langvarandi hamförum Mannskæðir skógareldar geisa enn í Ástralíu. Átján hafa farist síðan í september og í vikunni bættust sautján við í hóp þeirra sem er saknað. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Nýja-Suður Wales. Íslendingur, búsettur á svæðinu, segir fólk orðið þreytt á ástandinu. 2. janúar 2020 19:00 Aska frá áströlsku kjarreldunum þekur nýsjálenska jökla Sérfræðingur áætlar að öskulagið gæti aukið sumarbráðnun jökla um allt að þriðjung. 2. janúar 2020 10:15 Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Sjá meira
Reiðir íbúar helltu sér yfir forsætisráðherra Ástralíu Reiðir íbúar bæjarins Cobargo í Ástralíu sem varð illa út úr skógar- og kjarreldum sem þar geisu helltu sér yfir Scott Morrisson, forsætisráðherra Ástralíu, er hann heimsótti bæinn til að sýna bæjarbúum og slökkviliðsmönnum stuðning. 2. janúar 2020 15:16
Íbúar orðnir þreyttir á langvarandi hamförum Mannskæðir skógareldar geisa enn í Ástralíu. Átján hafa farist síðan í september og í vikunni bættust sautján við í hóp þeirra sem er saknað. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Nýja-Suður Wales. Íslendingur, búsettur á svæðinu, segir fólk orðið þreytt á ástandinu. 2. janúar 2020 19:00
Aska frá áströlsku kjarreldunum þekur nýsjálenska jökla Sérfræðingur áætlar að öskulagið gæti aukið sumarbráðnun jökla um allt að þriðjung. 2. janúar 2020 10:15