Innlent

Fundu fjallgöngubúnað Andris í bílnum

Kristín Ólafsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa
Andris Kalvans, göngumaðurinn sem er saknað á Snæfellsnesi.
Andris Kalvans, göngumaðurinn sem er saknað á Snæfellsnesi.

Leit lögreglu og björgunarsveita að Lettanum Andris Kalvan í Heydal á Snæfellsnesi hefur haldið áfram í dag.

Að sögn Jóns S. Ólasonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Vesturlandi, eru um 100 björgunarsveitarmenn við leit.

Farið var af stað á milli klukkan 9 og 10 í morgun en leit hefur ekki skilað neinu enn þá. Jón segir að leitað verði í dag á meðan birta og veður leyfi.

Leitað hefur verið að Andris frá því rétt fyrir áramót. Hann er búsettur hér á landi og er sagður vanur göngumaður.

Bíll Andris fannst í vegkanti á milli bæjanna Heggstaða og Mýrdals á Snæfellsnesi. Í bílnum fannst fjallgöngubúnaður að sögn Jóns, fatnaður, ísexi og fleira.

„En það segir svo sem ekki alla söguna því hann gæti átt meiri búnað,“ segir Jón.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×