Innlent

Fundu fjallgöngubúnað Andris í bílnum

Kristín Ólafsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa
Andris Kalvans, göngumaðurinn sem er saknað á Snæfellsnesi.
Andris Kalvans, göngumaðurinn sem er saknað á Snæfellsnesi.

Leit lögreglu og björgunarsveita að Lettanum Andris Kalvan í Heydal á Snæfellsnesi hefur haldið áfram í dag.

Að sögn Jóns S. Ólasonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Vesturlandi, eru um 100 björgunarsveitarmenn við leit.

Farið var af stað á milli klukkan 9 og 10 í morgun en leit hefur ekki skilað neinu enn þá. Jón segir að leitað verði í dag á meðan birta og veður leyfi.

Leitað hefur verið að Andris frá því rétt fyrir áramót. Hann er búsettur hér á landi og er sagður vanur göngumaður.

Bíll Andris fannst í vegkanti á milli bæjanna Heggstaða og Mýrdals á Snæfellsnesi. Í bílnum fannst fjallgöngubúnaður að sögn Jóns, fatnaður, ísexi og fleira.

„En það segir svo sem ekki alla söguna því hann gæti átt meiri búnað,“ segir Jón.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.