Enski boltinn

Yfirgefur Manchester City og er á leið til Kína

Anton Ingi Leifsson skrifar
Giovanni Van Bronckhorst er hann stýrði Feyenoord.
Giovanni Van Bronckhorst er hann stýrði Feyenoord. vísir/getty

Giovanni Van Bronckhorst er að yfirgefa herbúðir Manchester City og taka við Guangzhou R&F í Kína ef marka má enska miðla.

Bronckhorst hefur verið hluti af þjálfarateymi Manchester City frá því í sumar en hann hefur aðallega verið að vinna á bakvið tjöldin.

Þar áður hafði hann þjálfað Feyenoord í Hollandi með góðum árangri svo Pep Guardiola vildi fá hann til Englandsmeistaranna.







Í september var greint frá New York City, systurfélag City í MLS-deildinni, vildi fá Bronckhorst til félagsins en hann á sjálfur að hafa neitað því.

Talið er að Van Bronckhorst sé að ganga frá samningum við kínverska félagið en hjá liðinu leikur meðal annars Mouse Dembele.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×