Fótbolti

Styttan af Zlatan felld

Anton Ingi Leifsson skrifar
Styttan er hún var reist.
Styttan er hún var reist. EPA/Johan Nilsson

Stytta af knattspyrnumanninum Zlatan Ibrahimovic sem stóð í Malmö hefur verið felld.

Stuðningsmenn Malmö voru allt annað en sáttir í nóvember er Zlatan keypti hlut í erkifjendunum Hammarby og hafa síðan þá unnið skemmdaverk á styttunni.

Þeir hafa náð að saga af honum nefið á styttunni en áætlunarverkið tókst loksins hjá þeim í nótt þegar þeir náðu að fella Zlatan.Sagað var undan löppunum á honum en lögreglan fékk tilkynningu um atvikið klukkan þrjú í nótt.

Lögreglan leitar nú að gerandunum en styttan stendur fyrir utan heimavöll Malmö.


Tengdar fréttir

Styttan af Zlatan gæti hrunið

Reiðir stuðningsmenn Malmö eru ekkert hættir að skemma styttuna af Zlatan Ibrahimovic og virðist aðeins vera tímaspursmál hvenær búið verður að rústa styttunni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.