Lallana fær hærri laun en Sadio Mané Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2020 11:00 Sadio Mane og Adam Lallana. Mane er einn besti leikmaður Liverpool en Lallana er í aukahlutverki. Lallana fær samt 1,6 milljónum meira útborgað í viku hverri. Getty/Matteo Bottanelli Liverpool greiðir leikmönnum sínum 110 millónir punda í laun á hverju ári eða 17,7 milljarða íslenskra króna. Sportrac hefur tekið saman laun allra leikmanna Liverpool liðsins og þar kemur ýmislegt athyglisvert í ljós. Það kemur engum á óvart að Mohamed Salah sé launahæsti leikmaður Liverpool liðsins en margir lykilmenn liðsins eru aftur á móti mun neðar á launalistanum. Hér er þó aðeins á ferðinni hráar launagreiðslur sem leikmenn fá frá félaginu en þar teljast ekki með bónusgreiðslur eða auglýsingasamningar leikmanna. Leikmenn vinna sér oft inn mikla peninga frá styrktaraðilum eða í gegnum auglýsingasamninga. Gott gengi Liverpool liðsins að undanförnu þýðir líka að leikmenn Liverpool ættu að vera fá veglega bónusa ofan á launin sín. Alexander-Arnold - £40,000-per-week Robertson - £50,000-per-week Salah - £200,000-per-week The awkward moment when Mane realises Lallana is getting paid more than him https://t.co/hulsArZCzT— GiveMeSport (@GiveMeSport) January 5, 2020 Egyptinn Mohamed Salah fær tvö hundruð þúsund pund í vikulaun eða meira en 32 milljónir íslenskra króna. Næstlaunahæstu leikmenn Liverpool liðsins eru þeir og með 180 þúsund pund í vikulaun en það gera 28,9 milljónir í íslenskum krónum. Það þarf að fara niður í níunda sætið til að finna Sadio Mané sem fær í viku verri aðeins helminginn af því sem Salah fær. Mané er með hundrað þúsund pund í vikulaun eða sextán milljónir íslenskra króna. Leikmenn Liverpool sem fá hærri laun en Mané eru þeir Mohamed Salah (200 þúsund pund á viku), Roberto Firmino (180 þúsund pund), Virgil Van Dijk (180 þúsund pund), Jordan Henderson (140 þúsund pund), James Milner (140 þúsund pund), Naby Keita (120 þúsund pund) og Alex Oxlade-Chamberlain (120 þúsund pund). Adam Lallana fær síðan tíu þúsund pundum meira á viku en Mané eða 1,6 milljónum meira í viku hverri. Það eru fleiri lykilmenn Liverpool sem eru að fá mun minna eins og bakverðirnir Andrew Robertson og Tren Alexander-Arnold sem eru samanalagt með „aðeins“ 90 þúsund pund á viku. Andrew Robertson fær 50 þúsund pund í vikulaun en Alexander-Arnold 40 þúsund pund. Miðað við frammistöðu þeirra síðustu misseri eiga þeir örugglega von á því að fá betri samning. Annar sem gæti líka fengið launahækkun er miðvörðurinn Joe Gomez sem er með 28 þúsund pund í vikulaun. Hér má sjá laun allra leikmanna Liverpool samkvæmt samantekt Sportrac. Enski boltinn Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Sport Fleiri fréttir „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Sjá meira
Liverpool greiðir leikmönnum sínum 110 millónir punda í laun á hverju ári eða 17,7 milljarða íslenskra króna. Sportrac hefur tekið saman laun allra leikmanna Liverpool liðsins og þar kemur ýmislegt athyglisvert í ljós. Það kemur engum á óvart að Mohamed Salah sé launahæsti leikmaður Liverpool liðsins en margir lykilmenn liðsins eru aftur á móti mun neðar á launalistanum. Hér er þó aðeins á ferðinni hráar launagreiðslur sem leikmenn fá frá félaginu en þar teljast ekki með bónusgreiðslur eða auglýsingasamningar leikmanna. Leikmenn vinna sér oft inn mikla peninga frá styrktaraðilum eða í gegnum auglýsingasamninga. Gott gengi Liverpool liðsins að undanförnu þýðir líka að leikmenn Liverpool ættu að vera fá veglega bónusa ofan á launin sín. Alexander-Arnold - £40,000-per-week Robertson - £50,000-per-week Salah - £200,000-per-week The awkward moment when Mane realises Lallana is getting paid more than him https://t.co/hulsArZCzT— GiveMeSport (@GiveMeSport) January 5, 2020 Egyptinn Mohamed Salah fær tvö hundruð þúsund pund í vikulaun eða meira en 32 milljónir íslenskra króna. Næstlaunahæstu leikmenn Liverpool liðsins eru þeir og með 180 þúsund pund í vikulaun en það gera 28,9 milljónir í íslenskum krónum. Það þarf að fara niður í níunda sætið til að finna Sadio Mané sem fær í viku verri aðeins helminginn af því sem Salah fær. Mané er með hundrað þúsund pund í vikulaun eða sextán milljónir íslenskra króna. Leikmenn Liverpool sem fá hærri laun en Mané eru þeir Mohamed Salah (200 þúsund pund á viku), Roberto Firmino (180 þúsund pund), Virgil Van Dijk (180 þúsund pund), Jordan Henderson (140 þúsund pund), James Milner (140 þúsund pund), Naby Keita (120 þúsund pund) og Alex Oxlade-Chamberlain (120 þúsund pund). Adam Lallana fær síðan tíu þúsund pundum meira á viku en Mané eða 1,6 milljónum meira í viku hverri. Það eru fleiri lykilmenn Liverpool sem eru að fá mun minna eins og bakverðirnir Andrew Robertson og Tren Alexander-Arnold sem eru samanalagt með „aðeins“ 90 þúsund pund á viku. Andrew Robertson fær 50 þúsund pund í vikulaun en Alexander-Arnold 40 þúsund pund. Miðað við frammistöðu þeirra síðustu misseri eiga þeir örugglega von á því að fá betri samning. Annar sem gæti líka fengið launahækkun er miðvörðurinn Joe Gomez sem er með 28 þúsund pund í vikulaun. Hér má sjá laun allra leikmanna Liverpool samkvæmt samantekt Sportrac.
Enski boltinn Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Sport Fleiri fréttir „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Sjá meira