Erlent

Tugir sagðir hafa troðist undir í jarðarför Soleimani

Samúel Karl Ólason skrifar
Áætlað er að rúmlega milljón manns hafi mætt á minningarathöfn í Teheran í gær.e
Áætlað er að rúmlega milljón manns hafi mætt á minningarathöfn í Teheran í gær.e AP/Erfan Kouchari

Minnst 35 eru sagðir látnir og tugir slasaðir eftir gífurlegan troðning við jarðarför Qassem Soleimani, íransks hershöfðingja Bandaríkin réðu af dögum í síðustu viku. Ríkissjónvarp Íran segir 48 hafa slasast þegar líkfylgd Soleimani hófst í bænum Kerman, sem er heimabær hershöfðingjans. Aðrir fjölmiðlar hafa ekki getað staðfest fjölda látinna og slasaðra.

Blaðamenn AP fréttaveitunnar segja myndbönd í dreifingu á samfélagsmiðlum sem sýna látið fólk á götum Kerman.

Áætlað er að rúmlega milljón manns hafi mætt á minningarathöfn í Teheran í gær. Slíkur fjöldi hefur ekki komið saman í Íran síðan Ayatollah Ruhollah Khomeini var jarðarður árið 1989, samkvæmt Guardian.

Soleimani fór fyrir Quds-hersveitum íranska byltingarvarðarins sem tóku þátt í hernaðaraðgerðum Írana fyrir utan landsteinana, meðal annars í Sýrlandi, Írak og Jemen.

Hér að neðan má sjá myndband frá athöfninni í gær.


Tengdar fréttir

Flykkjast til heima­bæjar So­leimani

Gríðarlegur mannfjöldi kom saman í heimabæ Qasems Soleimani, íranska herforingjans sem ráðinn var af dögum í Bagdad í síðustu viku.

Þúsundir komu saman vegna út­farar So­leimani

Gríðarlegur fjöldi kom saman í írönsku höfuðborginni í morgun þar sem útför herforingjans Qasem Soleimani fór fram en hann var ráðinn af dögum af Bandaríkjamönnum í Bagdad í síðustu viku.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.