Undrandi á ákvörðun Mountaineers of Iceland Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. janúar 2020 13:54 Kristinn Ólafsson ræddi við fréttastofu í hádeginu eftir fjórtán klukkustunda útkall. Björgunarsveitarmaður sem var hluti af fjölmennu útkalli á Langjökul í nótt þar sem 39 ferðamenn lentu í háska í vélsleðaferð á vegum Mountaineers of Iceland undrast að farið hafi verið í ferðina í ljósi slæmrar veðurspár. Aðstæður hafi verið mjög krefjandi enda veðrið alveg snarbrjálað. Kristinn Ólafsson var á meðal þeirra sem staddur var í húsakynnum Hjálparsveitar skáta í Reykjavík við Malarhöfða þangað sem rúta með stóran hluta hópsins kom fyrir hádegi í dag. Ferðamennirnir voru greinilega þreyttir eftir atburði gærdagsins og næturinnar. Athygli hefur vakið að lagt var í ferðina á jökulinn upp úr hádegi í gær en aðeins átti að vera um klukkustundareisu á vélsleðum að ræða. Sex ára barn var á meðal ferðamannanna auk fleiri barna. Ekki var óskað eftir aðstoð björgunarsveitanna fyrr en á níunda tímanum. „Við fáum útkall eitthvað í kringum hálf níu leytið og leggjum af stað um níu. Það tekur um þrjá tíma að komast austur. Lítði skyggni alla leið á Hellisheiði. Þegar við komum á svæðið um eittleytið er ástandið ótrúlega gott. Það hafði tekist að koma bílum þarna uppeftir. Síðan komu snjóbílar um leið og við á svæðið. Þá var hægt að koma fólkinu inn í heita bíla. Þá strax batnaði ástandið til muna,“ segir Kristinn. Hann segir hópinn hafa verið staðsettan austan af Langjökli um fjóra kílómetra frá bækistöðvum Mountaineers of Iceland í Skálpanesi. „Það var mjög blint, ekkert skyggni. Við vorum að keyra eftir siglingartækjum, GPS tækjum. Við vorum að sjá kannski tvo til þrjá metra fram fyrir okkur stundum. Mikil ofankoma, mikill vindur þannig að þetta var alveg snarbrjálað veður. Mjög krefjandi aðstæður. Snjórinn smaug inn um allt. Tækin áttu í erfiðleikum með að ganga. Snjór í lofthreinsurum og bílum. Þetta var bara erfitt en gekk alveg ótrúlega vel.“ Hann segir að það hafi nýst sveitinni vel að þekkja umhverfið vel og kunna til verka. „Þetta er hættulegt ef menn vita ekki hvar þeir eru og hvað þeir eru að gera. Sem betur fer þekkjum við þetta svæði orðið ágætlega. Við björgunarsveitirnar erum búnar að kynna okkur þetta svæði vel. Við höfum farið þarna nokkrum sinnum áður í útköll. Á góðum dögum förum við og kynnum okkur svæðið, vitum hvað við erum komin út í.“ Hann segir að þrátt fyrir allt hafi fólk verið ótrúlega vel á sig komið. „Það voru allir í samfestingum, með hjálma og vettlinga. Það voru komnir bílar á svæðið. Búið að troða fólkinu inn í bíla og skýla því fyrir vindi. Þannig að það leit betur út en maður átti von á,“ segir Kristinn. Ferðalangarnir hafi verið skelkaðir. „Þetta voru krefjandi og erfiðar aðstæður. Fyrir fólk sem er ekki vant svona veðri þá hefur þetta áhrif á það.“ Hann skilur ekkert í Mountaineers of Iceland að hafa lagt af stað í ferðalagið í ljósi slæmrar veðurspár. „Mér finnst það mjög undarleg ákvörðun. Það var gul viðvörun og þetta útkall kom okkur mjög mikið á óvart. Við ræddum það á leiðinni. Við áttum ekki von á að neitt svona væri að fara að gerast. Það voru flestir sem héldu sig heima.“ Einn ferðamannanna sagðist í viðtali við fréttastofu í morgun ekki hafa haft neina hugmynd um að von væri á slæmu veðri þegar lagt var í hann. Ólafur Tryggvason og Herbert Hauksson hjá Mountaineers of Iceland hafa ekki viljað tjá sig við fréttastofu um atburði gærdagsins og næturinnar. Eins og Vísir greindi frá í gærkvöldi eru þrjú ár liðin síðan hjón týndust í vélsleðaferð fyrirtækisins á Langjökli og fékk greiddar skaða- og miskabætur vegna atburðanna. 39 bjargað á Langjökli Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Veður Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Sjá meira
Björgunarsveitarmaður sem var hluti af fjölmennu útkalli á Langjökul í nótt þar sem 39 ferðamenn lentu í háska í vélsleðaferð á vegum Mountaineers of Iceland undrast að farið hafi verið í ferðina í ljósi slæmrar veðurspár. Aðstæður hafi verið mjög krefjandi enda veðrið alveg snarbrjálað. Kristinn Ólafsson var á meðal þeirra sem staddur var í húsakynnum Hjálparsveitar skáta í Reykjavík við Malarhöfða þangað sem rúta með stóran hluta hópsins kom fyrir hádegi í dag. Ferðamennirnir voru greinilega þreyttir eftir atburði gærdagsins og næturinnar. Athygli hefur vakið að lagt var í ferðina á jökulinn upp úr hádegi í gær en aðeins átti að vera um klukkustundareisu á vélsleðum að ræða. Sex ára barn var á meðal ferðamannanna auk fleiri barna. Ekki var óskað eftir aðstoð björgunarsveitanna fyrr en á níunda tímanum. „Við fáum útkall eitthvað í kringum hálf níu leytið og leggjum af stað um níu. Það tekur um þrjá tíma að komast austur. Lítði skyggni alla leið á Hellisheiði. Þegar við komum á svæðið um eittleytið er ástandið ótrúlega gott. Það hafði tekist að koma bílum þarna uppeftir. Síðan komu snjóbílar um leið og við á svæðið. Þá var hægt að koma fólkinu inn í heita bíla. Þá strax batnaði ástandið til muna,“ segir Kristinn. Hann segir hópinn hafa verið staðsettan austan af Langjökli um fjóra kílómetra frá bækistöðvum Mountaineers of Iceland í Skálpanesi. „Það var mjög blint, ekkert skyggni. Við vorum að keyra eftir siglingartækjum, GPS tækjum. Við vorum að sjá kannski tvo til þrjá metra fram fyrir okkur stundum. Mikil ofankoma, mikill vindur þannig að þetta var alveg snarbrjálað veður. Mjög krefjandi aðstæður. Snjórinn smaug inn um allt. Tækin áttu í erfiðleikum með að ganga. Snjór í lofthreinsurum og bílum. Þetta var bara erfitt en gekk alveg ótrúlega vel.“ Hann segir að það hafi nýst sveitinni vel að þekkja umhverfið vel og kunna til verka. „Þetta er hættulegt ef menn vita ekki hvar þeir eru og hvað þeir eru að gera. Sem betur fer þekkjum við þetta svæði orðið ágætlega. Við björgunarsveitirnar erum búnar að kynna okkur þetta svæði vel. Við höfum farið þarna nokkrum sinnum áður í útköll. Á góðum dögum förum við og kynnum okkur svæðið, vitum hvað við erum komin út í.“ Hann segir að þrátt fyrir allt hafi fólk verið ótrúlega vel á sig komið. „Það voru allir í samfestingum, með hjálma og vettlinga. Það voru komnir bílar á svæðið. Búið að troða fólkinu inn í bíla og skýla því fyrir vindi. Þannig að það leit betur út en maður átti von á,“ segir Kristinn. Ferðalangarnir hafi verið skelkaðir. „Þetta voru krefjandi og erfiðar aðstæður. Fyrir fólk sem er ekki vant svona veðri þá hefur þetta áhrif á það.“ Hann skilur ekkert í Mountaineers of Iceland að hafa lagt af stað í ferðalagið í ljósi slæmrar veðurspár. „Mér finnst það mjög undarleg ákvörðun. Það var gul viðvörun og þetta útkall kom okkur mjög mikið á óvart. Við ræddum það á leiðinni. Við áttum ekki von á að neitt svona væri að fara að gerast. Það voru flestir sem héldu sig heima.“ Einn ferðamannanna sagðist í viðtali við fréttastofu í morgun ekki hafa haft neina hugmynd um að von væri á slæmu veðri þegar lagt var í hann. Ólafur Tryggvason og Herbert Hauksson hjá Mountaineers of Iceland hafa ekki viljað tjá sig við fréttastofu um atburði gærdagsins og næturinnar. Eins og Vísir greindi frá í gærkvöldi eru þrjú ár liðin síðan hjón týndust í vélsleðaferð fyrirtækisins á Langjökli og fékk greiddar skaða- og miskabætur vegna atburðanna.
39 bjargað á Langjökli Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Veður Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Sjá meira