Innlent

Hundur beit ellefu ára stúlku til blóðs

Sylvía Hall skrifar
Málið var tilkynnt til Matvælastofnunar og Heilbrigðiseftirlitsins.
Málið var tilkynnt til Matvælastofnunar og Heilbrigðiseftirlitsins. Vísir/vilhelm

Ellefu ára stúlka var bitin af hundi á Suðurnesjum í vikunni þegar hún var á gangi með sinn eigin hund.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.

Hundurinn sem beit stúlkuna kom aftan að henni þar sem hún var sjálf á gangi með hund fjölskyldu sinnar. Stúlkan fékk áverka á bæði hönd og læri en hundurinn beit hana til blóðs.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var rætt við eiganda hundsins og tilkynning send á bæði Matvælastofnun og Heilbrigðiseftirlitið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×