Innlent

Skrúfa fyrir heita vatnið á stóru svæði eftir helgi

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Hér má sjá hvaða hverfi höfuðborgarsvæðisins verða að líkindum heitvatnslaus í 30 klukkustundir.
Hér má sjá hvaða hverfi höfuðborgarsvæðisins verða að líkindum heitvatnslaus í 30 klukkustundir. veitur

Veitur munu loka fyrir rennsli heits vatns í Hafnarfirði, hluta Garðabæjar, efri byggðum Kópavogs og Norðlingaholti í Reykjavík í um 30 klukkustundir eftir helgi. Áætlað er að fyrir vikið muni um 50 þúsund manns vera heitavatnslaus frá klukkan 02:00 aðfaranótt 18. ágúst til klukkan 09:00 að morgni 19. ágúst, frá þriðjudegi fram á miðvikudag.

Að sögn Veitna er þetta gert vegna tengingar nýrrar stofnlagnar hitaveitunnar við Árbæ. Verið sé að fjölga heimilum sem fá heitt vatn frá virkjunum á Hellisheiði og Nesjavöllum. „Við það þarf að sækja minna af heitu vatni í borholur Veitna í Reykjavík og Mosfellsbæ. Með því er tryggt að þessi mikilvægu lághitasvæði nýtast íbúum höfuðborgarsvæðisins til langrar framtíðar,“ segir í útskýringu Veitna.

Til þess að gera umrædda breytingu þurfi að tæma hina svokölluðu Suðuræð, sem er ein af megin flutningsleiðunum á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu, og tengja við hina nýju stofnlögn. Suðuræðin flytur heitt vatn frá tönkum á Reynisvatnsheiði til efri hverfa höfuðborgarsvæðisins ásamt Hafnarfirði. 

Hér má finna kort af þeim heimilum sem verða heitavatnslaus:

Lokanir í Hafnarfirði.

Lokanir í Garðabær Hraun og Urriðaholt.

Lokanir í Garðabær Búðir og Lundir.

Lokanir í Kópavogi - Salir og Lindir.

Lokanir í Kópavogi - Vatnsendi.

Lokanir í Reykjavík - Norðlingaholt.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×