Líbanski herinn fær aukin völd Atli Ísleifsson skrifar 13. ágúst 2020 12:15 Neyðarástandi var þegar lýst yfir í landinu þann 5. ágúst síðastliðinn í kjölfar hinnar gríðarmiklu sprengingar á hafnarsvæði Beirútborgar. Getty Líbanska þingið hefur framlengt neyðarástandið landinu sem felur meðal annars í sér að herinn fær nú aukin völd. Ástandið í Líbanon er spennuþrungið eftir sprenginguna í höfuðborginni Beirút í síðustu viku sem hefur meðal annars leitt til afsagnar ríkisstjórnar landsins. Samþykkt þingsins felur í sér takmörkun á fjölmiðla- og tjáningarfrelsi í landinu sem og rétti fólks til að koma saman. Sömuleiðis er hernum nú heimilt að halda inn á heimili fólks sem talið er ógna öryggi og þá skal málarekstur í dómsmálum nú fara fram innan veggja herdómstóla. Neyðarástandi var þegar lýst yfir í landinu þann 5. ágúst síðastliðinn í kjölfar hinnar gríðarmiklu sprengingar á hafnarsvæði Beirútborgar. Hefur því ástandi nú verið framlengt. Að minnsta kosti 171 maður fórst og um sex þúsund manns slösuðust í sprengingunni, og er áætlað að um 300 þúsund manns hafi þar misst heimili sín. Ný ríkisstjórn verði mynduð hið fyrsta Mikil mótmæli hafa verið á götum Beirút og fleiri borga síðustu daga sem hafa beinst að stjórnvöldum. Hafa þau verið sökuð um spillingu og vanrækslu sem leiddi til að aðstæður hafi skapast sem ollu þessari miklu sprengingu. Óeirðalögregla hefur bæði beitt táragasi og gúmmíkúlum í samskiptum sínum við mótmælendur. Ríkisstjórn landsins ákvað fyrr í vikunni að segja af sér, en í morgun kom þingið saman í fyrsta sinn eftir sprenginguna. Hvatti forseti þingsins til þess að ný ríkisstjórn verði mynduð við fyrsta tækifæri. Líbanon Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Varaðir við hættunni í síðasta mánuði Forsætisráðherra og forseti Líbanon voru varaðir við því í síðasta mánuði að 2.750 tonn af ammóníum nítrati, sem finna mátti í vöruskemmu við höfn Beirút, væri ógn við borgina. 10. ágúst 2020 23:51 Sleit ríkisstjórn Líbanon: Segir spillinguna stærri en ríkið Hassan Diab, forsætisráðherra Líbanon, hefur slitið ríkisstjórn sinni og stigið úr embætti. Það gerði hann vegna sprengingarinnar í Beirút en mikil reiði ríkir í Líbanon vegna langvarandi spillingar, vanrækslu stjórnvalda og efnahagsörðugleika. 10. ágúst 2020 17:47 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sjá meira
Líbanska þingið hefur framlengt neyðarástandið landinu sem felur meðal annars í sér að herinn fær nú aukin völd. Ástandið í Líbanon er spennuþrungið eftir sprenginguna í höfuðborginni Beirút í síðustu viku sem hefur meðal annars leitt til afsagnar ríkisstjórnar landsins. Samþykkt þingsins felur í sér takmörkun á fjölmiðla- og tjáningarfrelsi í landinu sem og rétti fólks til að koma saman. Sömuleiðis er hernum nú heimilt að halda inn á heimili fólks sem talið er ógna öryggi og þá skal málarekstur í dómsmálum nú fara fram innan veggja herdómstóla. Neyðarástandi var þegar lýst yfir í landinu þann 5. ágúst síðastliðinn í kjölfar hinnar gríðarmiklu sprengingar á hafnarsvæði Beirútborgar. Hefur því ástandi nú verið framlengt. Að minnsta kosti 171 maður fórst og um sex þúsund manns slösuðust í sprengingunni, og er áætlað að um 300 þúsund manns hafi þar misst heimili sín. Ný ríkisstjórn verði mynduð hið fyrsta Mikil mótmæli hafa verið á götum Beirút og fleiri borga síðustu daga sem hafa beinst að stjórnvöldum. Hafa þau verið sökuð um spillingu og vanrækslu sem leiddi til að aðstæður hafi skapast sem ollu þessari miklu sprengingu. Óeirðalögregla hefur bæði beitt táragasi og gúmmíkúlum í samskiptum sínum við mótmælendur. Ríkisstjórn landsins ákvað fyrr í vikunni að segja af sér, en í morgun kom þingið saman í fyrsta sinn eftir sprenginguna. Hvatti forseti þingsins til þess að ný ríkisstjórn verði mynduð við fyrsta tækifæri.
Líbanon Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Varaðir við hættunni í síðasta mánuði Forsætisráðherra og forseti Líbanon voru varaðir við því í síðasta mánuði að 2.750 tonn af ammóníum nítrati, sem finna mátti í vöruskemmu við höfn Beirút, væri ógn við borgina. 10. ágúst 2020 23:51 Sleit ríkisstjórn Líbanon: Segir spillinguna stærri en ríkið Hassan Diab, forsætisráðherra Líbanon, hefur slitið ríkisstjórn sinni og stigið úr embætti. Það gerði hann vegna sprengingarinnar í Beirút en mikil reiði ríkir í Líbanon vegna langvarandi spillingar, vanrækslu stjórnvalda og efnahagsörðugleika. 10. ágúst 2020 17:47 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sjá meira
Varaðir við hættunni í síðasta mánuði Forsætisráðherra og forseti Líbanon voru varaðir við því í síðasta mánuði að 2.750 tonn af ammóníum nítrati, sem finna mátti í vöruskemmu við höfn Beirút, væri ógn við borgina. 10. ágúst 2020 23:51
Sleit ríkisstjórn Líbanon: Segir spillinguna stærri en ríkið Hassan Diab, forsætisráðherra Líbanon, hefur slitið ríkisstjórn sinni og stigið úr embætti. Það gerði hann vegna sprengingarinnar í Beirút en mikil reiði ríkir í Líbanon vegna langvarandi spillingar, vanrækslu stjórnvalda og efnahagsörðugleika. 10. ágúst 2020 17:47