Líbanski herinn fær aukin völd Atli Ísleifsson skrifar 13. ágúst 2020 12:15 Neyðarástandi var þegar lýst yfir í landinu þann 5. ágúst síðastliðinn í kjölfar hinnar gríðarmiklu sprengingar á hafnarsvæði Beirútborgar. Getty Líbanska þingið hefur framlengt neyðarástandið landinu sem felur meðal annars í sér að herinn fær nú aukin völd. Ástandið í Líbanon er spennuþrungið eftir sprenginguna í höfuðborginni Beirút í síðustu viku sem hefur meðal annars leitt til afsagnar ríkisstjórnar landsins. Samþykkt þingsins felur í sér takmörkun á fjölmiðla- og tjáningarfrelsi í landinu sem og rétti fólks til að koma saman. Sömuleiðis er hernum nú heimilt að halda inn á heimili fólks sem talið er ógna öryggi og þá skal málarekstur í dómsmálum nú fara fram innan veggja herdómstóla. Neyðarástandi var þegar lýst yfir í landinu þann 5. ágúst síðastliðinn í kjölfar hinnar gríðarmiklu sprengingar á hafnarsvæði Beirútborgar. Hefur því ástandi nú verið framlengt. Að minnsta kosti 171 maður fórst og um sex þúsund manns slösuðust í sprengingunni, og er áætlað að um 300 þúsund manns hafi þar misst heimili sín. Ný ríkisstjórn verði mynduð hið fyrsta Mikil mótmæli hafa verið á götum Beirút og fleiri borga síðustu daga sem hafa beinst að stjórnvöldum. Hafa þau verið sökuð um spillingu og vanrækslu sem leiddi til að aðstæður hafi skapast sem ollu þessari miklu sprengingu. Óeirðalögregla hefur bæði beitt táragasi og gúmmíkúlum í samskiptum sínum við mótmælendur. Ríkisstjórn landsins ákvað fyrr í vikunni að segja af sér, en í morgun kom þingið saman í fyrsta sinn eftir sprenginguna. Hvatti forseti þingsins til þess að ný ríkisstjórn verði mynduð við fyrsta tækifæri. Líbanon Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Varaðir við hættunni í síðasta mánuði Forsætisráðherra og forseti Líbanon voru varaðir við því í síðasta mánuði að 2.750 tonn af ammóníum nítrati, sem finna mátti í vöruskemmu við höfn Beirút, væri ógn við borgina. 10. ágúst 2020 23:51 Sleit ríkisstjórn Líbanon: Segir spillinguna stærri en ríkið Hassan Diab, forsætisráðherra Líbanon, hefur slitið ríkisstjórn sinni og stigið úr embætti. Það gerði hann vegna sprengingarinnar í Beirút en mikil reiði ríkir í Líbanon vegna langvarandi spillingar, vanrækslu stjórnvalda og efnahagsörðugleika. 10. ágúst 2020 17:47 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Líbanska þingið hefur framlengt neyðarástandið landinu sem felur meðal annars í sér að herinn fær nú aukin völd. Ástandið í Líbanon er spennuþrungið eftir sprenginguna í höfuðborginni Beirút í síðustu viku sem hefur meðal annars leitt til afsagnar ríkisstjórnar landsins. Samþykkt þingsins felur í sér takmörkun á fjölmiðla- og tjáningarfrelsi í landinu sem og rétti fólks til að koma saman. Sömuleiðis er hernum nú heimilt að halda inn á heimili fólks sem talið er ógna öryggi og þá skal málarekstur í dómsmálum nú fara fram innan veggja herdómstóla. Neyðarástandi var þegar lýst yfir í landinu þann 5. ágúst síðastliðinn í kjölfar hinnar gríðarmiklu sprengingar á hafnarsvæði Beirútborgar. Hefur því ástandi nú verið framlengt. Að minnsta kosti 171 maður fórst og um sex þúsund manns slösuðust í sprengingunni, og er áætlað að um 300 þúsund manns hafi þar misst heimili sín. Ný ríkisstjórn verði mynduð hið fyrsta Mikil mótmæli hafa verið á götum Beirút og fleiri borga síðustu daga sem hafa beinst að stjórnvöldum. Hafa þau verið sökuð um spillingu og vanrækslu sem leiddi til að aðstæður hafi skapast sem ollu þessari miklu sprengingu. Óeirðalögregla hefur bæði beitt táragasi og gúmmíkúlum í samskiptum sínum við mótmælendur. Ríkisstjórn landsins ákvað fyrr í vikunni að segja af sér, en í morgun kom þingið saman í fyrsta sinn eftir sprenginguna. Hvatti forseti þingsins til þess að ný ríkisstjórn verði mynduð við fyrsta tækifæri.
Líbanon Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Varaðir við hættunni í síðasta mánuði Forsætisráðherra og forseti Líbanon voru varaðir við því í síðasta mánuði að 2.750 tonn af ammóníum nítrati, sem finna mátti í vöruskemmu við höfn Beirút, væri ógn við borgina. 10. ágúst 2020 23:51 Sleit ríkisstjórn Líbanon: Segir spillinguna stærri en ríkið Hassan Diab, forsætisráðherra Líbanon, hefur slitið ríkisstjórn sinni og stigið úr embætti. Það gerði hann vegna sprengingarinnar í Beirút en mikil reiði ríkir í Líbanon vegna langvarandi spillingar, vanrækslu stjórnvalda og efnahagsörðugleika. 10. ágúst 2020 17:47 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Varaðir við hættunni í síðasta mánuði Forsætisráðherra og forseti Líbanon voru varaðir við því í síðasta mánuði að 2.750 tonn af ammóníum nítrati, sem finna mátti í vöruskemmu við höfn Beirút, væri ógn við borgina. 10. ágúst 2020 23:51
Sleit ríkisstjórn Líbanon: Segir spillinguna stærri en ríkið Hassan Diab, forsætisráðherra Líbanon, hefur slitið ríkisstjórn sinni og stigið úr embætti. Það gerði hann vegna sprengingarinnar í Beirút en mikil reiði ríkir í Líbanon vegna langvarandi spillingar, vanrækslu stjórnvalda og efnahagsörðugleika. 10. ágúst 2020 17:47