Vill birta smittölur eftir sveitarfélögum Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. ágúst 2020 10:28 Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja. Vísir/Jóhann K. Íris Róbersdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, telur verðmæti fólgin í því að veita sem nákvæmastar upplýsingar um fjölda smitaðra í samfélaginu. Það sé því ráðlegt að hennar mati að greina frá fjölda sýktra í hverju sveitarfélagi fyrir sig, jafnvel eftir póstnúmerum. Það sé ekki aðeins góð upplýsingagjöf til fólks heldur auki jafnframt líkur á því að það passi sig betur, séu margir smitaðir í nærumhverfi þess. Eyjamenn hafa sjálfir farið þá leið í faraldrinum. Það gerðu þeir í vor þegar upp kom hópsmit í Heimaey sem og í haust þegar Íslensk erfðagreining hóf þar samfélagsskimun eftir Þjóðhátíð í upphafi mánaðar. „Við veitum miklar upplýsingar um okkar samfélag. Við segjum nákvæmlega hvað eru margir smitaðir,“ segir Íris í samtali við Bítið en minnir á að þó búi aðeins 4300 í Vestmannaeyjum. Engu að síður þykir henni skjóta skökku við að aðeins sé talað um „höfuðborgarsvæðið“ þegar kemur að smitum í Reykjavík og „Kraganum.“ Nákvæmari útlistun myndi að mati Írisar auðvelda fólki að átta sig á umfangi útbreiðslunnar og haga hegðun sinni eftir henni. Á covid.is eru smit t.a.m. flokkuð eftir landshlutum. „Þegar þú færð svona miklar upplýsingar um nærumhverfi þitt þá er það forvörn. Þá veistu að það eru smit í gangi í nærumhverfi mínu, ég passa mig,“ segir Íris og leggur fram dæmi: „Ég passa mig þegar ég fer út í búð og það minnir mig á að fara eftir því sem mér er sagt. En þegar þetta er á „höfuðborgarsvæðinu“ eða „á þessu stóra svæði“ þá er þetta ekki nálægt mér.“ Meiri upplýsingar, meiri varkárni Það sé betra því betra að hafa þessar upplýsingar eins og raunin var í Eyjum, þó svo að einhver hafi verið „viðkvæm fyrir því“ að Vestmannaeyjar hafi verið mikið í umræðunni í tengslum við faraldurinn. Það sé að hluta til vegna þess að Eyjamenn hafa veitt miklar upplýsingar um veiruna, til að mynda hefur lögreglustjórinn þar birti daglega niðurstöðu samfélagsskimunar. „Ég held að það sé mikilvægt, til að takast á við þetta, að við fáum upplýsingar um nærumhverfi okkar. Mér finnst að þetta [fjöldi smitaðra] eigi að koma fram eftir sveitarfélögum,“ segir Íris, jafnvel eftir póstnúmerum. Þannig geti íbúar einstakra hverfa í sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins betur áttað sig á stöðu faraldursins í kringum sig - og þannig passað sig enn betur. Viðtalið við Írisi í Bítinu má heyra í heild hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Bítið Tengdar fréttir „Ég hata þessa veiru!“ Litli frændi minn greip um höfuðið og sagði: „Nei, ekki aftur! Ég hata þessa veiru“. 11. ágúst 2020 13:30 Báðir sjúklingarnir greindust í Vestmannaeyjum Þeir tveir einstaklingar sem greindust með kórónuveirusmit á Íslandi síðasta sólarhringinn eru báðir búsettir í Vestmannaeyjum. 10. ágúst 2020 13:55 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað ítrekað Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Sjá meira
Íris Róbersdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, telur verðmæti fólgin í því að veita sem nákvæmastar upplýsingar um fjölda smitaðra í samfélaginu. Það sé því ráðlegt að hennar mati að greina frá fjölda sýktra í hverju sveitarfélagi fyrir sig, jafnvel eftir póstnúmerum. Það sé ekki aðeins góð upplýsingagjöf til fólks heldur auki jafnframt líkur á því að það passi sig betur, séu margir smitaðir í nærumhverfi þess. Eyjamenn hafa sjálfir farið þá leið í faraldrinum. Það gerðu þeir í vor þegar upp kom hópsmit í Heimaey sem og í haust þegar Íslensk erfðagreining hóf þar samfélagsskimun eftir Þjóðhátíð í upphafi mánaðar. „Við veitum miklar upplýsingar um okkar samfélag. Við segjum nákvæmlega hvað eru margir smitaðir,“ segir Íris í samtali við Bítið en minnir á að þó búi aðeins 4300 í Vestmannaeyjum. Engu að síður þykir henni skjóta skökku við að aðeins sé talað um „höfuðborgarsvæðið“ þegar kemur að smitum í Reykjavík og „Kraganum.“ Nákvæmari útlistun myndi að mati Írisar auðvelda fólki að átta sig á umfangi útbreiðslunnar og haga hegðun sinni eftir henni. Á covid.is eru smit t.a.m. flokkuð eftir landshlutum. „Þegar þú færð svona miklar upplýsingar um nærumhverfi þitt þá er það forvörn. Þá veistu að það eru smit í gangi í nærumhverfi mínu, ég passa mig,“ segir Íris og leggur fram dæmi: „Ég passa mig þegar ég fer út í búð og það minnir mig á að fara eftir því sem mér er sagt. En þegar þetta er á „höfuðborgarsvæðinu“ eða „á þessu stóra svæði“ þá er þetta ekki nálægt mér.“ Meiri upplýsingar, meiri varkárni Það sé betra því betra að hafa þessar upplýsingar eins og raunin var í Eyjum, þó svo að einhver hafi verið „viðkvæm fyrir því“ að Vestmannaeyjar hafi verið mikið í umræðunni í tengslum við faraldurinn. Það sé að hluta til vegna þess að Eyjamenn hafa veitt miklar upplýsingar um veiruna, til að mynda hefur lögreglustjórinn þar birti daglega niðurstöðu samfélagsskimunar. „Ég held að það sé mikilvægt, til að takast á við þetta, að við fáum upplýsingar um nærumhverfi okkar. Mér finnst að þetta [fjöldi smitaðra] eigi að koma fram eftir sveitarfélögum,“ segir Íris, jafnvel eftir póstnúmerum. Þannig geti íbúar einstakra hverfa í sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins betur áttað sig á stöðu faraldursins í kringum sig - og þannig passað sig enn betur. Viðtalið við Írisi í Bítinu má heyra í heild hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Bítið Tengdar fréttir „Ég hata þessa veiru!“ Litli frændi minn greip um höfuðið og sagði: „Nei, ekki aftur! Ég hata þessa veiru“. 11. ágúst 2020 13:30 Báðir sjúklingarnir greindust í Vestmannaeyjum Þeir tveir einstaklingar sem greindust með kórónuveirusmit á Íslandi síðasta sólarhringinn eru báðir búsettir í Vestmannaeyjum. 10. ágúst 2020 13:55 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað ítrekað Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Sjá meira
„Ég hata þessa veiru!“ Litli frændi minn greip um höfuðið og sagði: „Nei, ekki aftur! Ég hata þessa veiru“. 11. ágúst 2020 13:30
Báðir sjúklingarnir greindust í Vestmannaeyjum Þeir tveir einstaklingar sem greindust með kórónuveirusmit á Íslandi síðasta sólarhringinn eru báðir búsettir í Vestmannaeyjum. 10. ágúst 2020 13:55