Enski boltinn

Dularfullt tíst Pogba fjallaði svo bara um tölvuleik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pogba er kominn í nýtt lið í tölvuleiknum COD.
Pogba er kominn í nýtt lið í tölvuleiknum COD. vísir/getty

Paul Pogba birti í fyrradag tíst á Twitter-síðu sinni þar sem hann skrifaði einfaldlega „á morgun“.

Margir stuðningsmenn Manchester United höfðu vonir um að franski heimsmeistarinn væri að fara krota undir nýjan samning við United.

Svo er ekki því nú hefur sá franski gefið út hvað tístið fjallaði um. Hann er nefnilega kominn í nýtt lið í tölvuleiknum Call of Duty.

Hann er genginn í raðir Verdansk FC en í liðinu eru m.a. atvinnumenn í tölvuleiknum. Talið er að þetta sé hluti af markaðsherferð leiksins.

Sögusagnir höfðu gengið um að Pogba væri til í að skrifa undir nýjan samning við Man. United eftir að liðið tryggði sér sæti í Meistaradeildinni.

Svo er ekki í bili en núverandi samningur hans við félagið rennur út næsta sumar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.