Erlent

Alvarlegt lestarslys í Skotlandi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Mikill reykur er á slysstað.
Mikill reykur er á slysstað. Mynd/Twitter

Mikill viðbúnaður er nú nærri Stonehaven í Aberdeen-skírí Skotlands þar sem farþegalest virðist hafa farið af spornum. Fyrstu fregnir benda til þess að um alvarlegt slys sé að ræða.

Í frétt BBC segir að um 30 tæki viðbragðsaðila séu nú á vettvangi og mikill fjöldi viðbragðsaðila hafi brugðist við slysinu en Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, lýsir slysinu sem mjög alvarlegu atviki á Twitter-síðu hennar.

Á myndum frá vettvangi má sjá reyk stíga upp frá slysstað en svo virðist sem að um sé að ræða farþegalest með fjóra farþegavagna að því er fram kemur í frétt Sky News.

Þar segir að slysið sé rakið til einhvers konar jarðrasks en mikil úrkoma hefur verið á svæðinu undanfarna daga.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.