Fótbolti

Leikmaður Barcelona smitaðist

Sindri Sverrisson skrifar
Barcelona fullyrðir að hinn smitaði leikmaður hafi ekki komist í snertingu við neinn í leikmannahópnum sem mæta á Bayern á föstudaginn.
Barcelona fullyrðir að hinn smitaði leikmaður hafi ekki komist í snertingu við neinn í leikmannahópnum sem mæta á Bayern á föstudaginn. VÍSIR/GETTY

Spænska knattspyrnufélagið Barcelona hefur greint frá því að leikmaður félagsins hafi greinst með kórónuveirusmit.

Í tilkynningu Barcelona segir að leikmaðurinn „hafi ekki verið í neinni snertingu við nokkurn leikmann í leikmannahópnum sem á að ferðast itl Lissabon á fimmtudag til að spila í Meistaradeild Evrópu.“

Barcelona á að mæta Bayern München í Lissabon á föstudaginn í sannkölluðum stórleik í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Smitið mun hafa greinst hjá einum af níu leikmönnum sem ekki tilheyra hópnum sem fer til Lissabon en eru nú byrjaðir að undirbúa sig fyrir næstu leiktíð.

„Leikmaðurinn er ekki með nein einkenni, er við góða heilsu og hefur verið í einangrun á heimili sínu,“ sagði í yfirlýsingu frá Barcelona í morgun.

Níu manna hópurinn sem átti að mæta til æfinga í morgun samanstendur af þeim Pedri, Trincao, Matheus Fernandes, Jean-Clair Todibo, Moussa Wague, Carles Alena, Rafinha, Juan Miranda og Oriol Busquets.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×