Fótbolti

Segir Heimi hafa beðið um Suárez

Sindri Sverrisson skrifar
Luis Suárez og Heimir Hallgrímsson gætu hugsanlega sameinað krafta sína.
Luis Suárez og Heimir Hallgrímsson gætu hugsanlega sameinað krafta sína. samsett/getty

Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, vill fá Luis Suárez til sín í Al Arabi og bað um að möguleikinn á því yrði kannaður.

Þetta segir Mitch Freeley, sérfræðingur um fótboltann í Katar og starfsmaður beIN Sports í landinu.

Freeley segir að Arabi hafi sett sig í samband við umboðsmenn Suárez til að ræða kostnað og möguleikann á að Suárez fari frá Barcelona í lok leiktíðar.

Suárez, sem er 33 ára, skoraði 16 mörk í spænsku 1. deildinni í vetur en leiktíðinni er ekki lokið hjá Barcelona sem mætir Bayern München í stórleik í Meistaradeild Evrópu á föstudaginn.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.